Eimreiðin - 01.10.1931, Blaðsíða 125
e>MREIÐIN
Þrjú kvæði.
Eftir Margréti Jónsdóttur.
Kvöldfegurð.
Loftið er sveipað litaskrúða-trafi,
leifum af skini mildrar aftansólar.
Purpuraklæðum skrýðast hlíð og hólar,
húmblæjan roðnar yfir djúpu hafi.
Hverfula ský á blárri fjallabrún,
blaktandi stráið, tár á móðurhvarmi,
hjartað, sem slær í barnsins veika barmi,
bládýpið fagra, letrað geislarún.
Alt ber það vitni um andans undramátt,
þess anda, er fyllir bæði ið lága og háa,
sem alla daga verður, var og er.
Eg beygi kné, en lít til himins hátt
og horfi á geiminn endalausa, bláa.
O, mikli drottinn, dýrð og lof sé þér!
Drottinn, minn guð, í stormsins stunum ertu,
styrkur þinn býr í léttum blævarniði,
va99ar þú bárum blítt og borgum feykir,
blómknappinn opnar, lætur jarðir skjálfa.
Sumarkvöld í sveit.
Glóir dögg á grænum móa,
gullkrýnd mjöll á bláum fjöllum.
Bleik er móða á brunahrauni,
blóði roðið fellið góða.