Eimreiðin - 01.10.1931, Síða 128
440
RADDIR
eimreiðiW
á seinustu árum hennar og Uynni því aö vita enn betri skil á um þessa
mynd, sem hún lánaði í því skyni að hún fylgdi kvæðaútgáfunni, og fr®
henni eru þær upplýsingar komnar, sem hér fylgja. Því miður þekki ég
engin deili á þessari konu, því eins og ég gat áður, barst myndin méf
frá fólki mínu. En vildi nú svo vel til, að kona þessi læsi þessar Iínur,
gæli hún orðið þess vísari, hvar myndin væri niður komin, og að hér
með er gerð tilraun til að láta hana ekki glatast, þó hún kæmi ekki á
tilætluðum stað, sem og aldrei var fullráðið meðan hún var hjá úlgef'
endunum, og af því var hún ekki í þeirra höndum, þegar UvæÖ'n
komu út.
Eg heyrði móður mína hafa þau ummæli í sambandi við þessa
Hjálmars-mynd, sem hér birtist, að naumast væri líklegt að hann yf^1
séður á einni mynd, jafnvel þó hún hefði verið tekin af honum í lifend3
lífi, því svo geðstór og tilfinningaríkur maður sem hann var, hefði sjálf'
sagt haft sterk svipbrigði eftir því sálarástandi sem hann var í, í
eða það skifti. Þó móðir mín myndi ekki vel greinilega eftir afa sínuw,
sem orðinn var fjörgamall, þegar hún sá hann seinast, en hún þá nm
fermingaraldur, þóttist hún sjá mörg svipeinkenni á myndinni, sem gretni'
lega kæmu í Ijós hjá ættingjum hans, bæði henni sjálfri og fleirum, °S
hlytu því að meiru eða minna Ieyti að nálgast það rélta, og ekki mundi
úr þessu verða komist nær líkingu af Hjálmari, og það mundi Guðrúnu
dótlur hans líklega hafa fundist, þegar myndin var gerð.
Samhljóða við þessa ályklun voru ummæli frú Steinunnar ]ónsdóltur
frá Mælifelli í Skagafirði, sem ég sýndi myndina. Vafalaust muna fa,r
núlifandi menn, ef til vill enginn, eins vel eftir Hjálmari á seinustu xl>'
árum hans eins og frú Steinunn, sem þá var ung stúlka heima í föður-
garði. Þaö er úllit fyrir að hún hafi, með viðkvæmni og næmleika æs^'
unnar, skygnst dýpra í sál öldungsins en margir, sem voru á Iíku aldurs-
skeiði og hann. Henni fórust meðal annars svo orð, að hún gæti varla
hugsað sér dásamlegri og breytilegri mannsaugu en augu Hjálmars hefðu
verið, og sá, sem ekki hefði séð þau, gæli ekki gert sér neina fullkomn3
hugmynd um, hve mikið hefði falist í svip og augnaráði hans, og upp'1'
hans undir ýmsum geðbrigðum mundi vera mönnum minnisstæðast, sem
þektu hann og sáu. Hvöss og gneistandi hefðu augu hans verið, þeSar
hann mintist sinna sárustu skaprauna og æfistríðs. En óviðjafnanlegur oS
ólýsanlegur fagnaðarljómi gat líka lýst úr þeim, þegar skilningur og virð'
ing mætra manna snertu þessa stórlátu og margsærðu sál. Slíkra atvíl<a
mintist frú Steinunn á heimili foreldra sinna, sem greypt höfðu þá myn£f
öldungsins í hugskot hennar. „En ég veit ekki nema ég hefði helzt vilia®
eiga mynd af honum eins og hann leit venjulega út, þegar hann heilsaöi
mér“, sagði frú Steinunn, og orð hennar og málrómur lýslu því, að hennl
voru þær endurminningar kærar. — Þó að mikið vantaði á þessa Hjálmars-
mynd, sagði frú Steinunn, að hún minti sig mikið á hann, og hún kann
aðist við ýmislegt í andlitsdráttum hennar, sem aftur á móti væri ekkt 1
á mynd Ríkarðar. — Þar sem ég hafði í hyggju að koma þessari myn