Eimreiðin - 01.07.1933, Blaðsíða 20
244
VIÐ ÞJÓÐVEGINN
EIMREIÐIN
stofnaður, en á að koma á tímabilinu 1. júlí 1933 til 31.
dezember 1942, — eða að nokkru leyti ekki fyr en sjö ár-
um eftir að lánveitingum úr sjóðnum á að vera
milda^3 'ð því þeim á að vera lokið 31. dezember
1935, — og er meiningin að taka þessar 2V2
miljón með framlagi frá ríkissjóði og í vöxtum frá Búnaðar-
banka íslands, sem sjálfur starfar með vaxtaháu lánsfé, en
stofnfé þessa nýja sjóðs á samt að vera vaxtalaust. Starfsfé
sjóðsins til viðbótar ofangreindu stofnfé á að vera alt að 9
miljónir króna, og á að fást með því að gefa út skuldabréf,
trygð í fyrsta lagi með stofnfé sjóðsins, í öðru lagi með veði,
sem sjóðurinn á að taka hjá lántakendum að skuldabréfum
sjóðsins, og í þriðja lagi með ábyrgð ríkisins. Skuldabréf þau,
sem sjóðurinn gefur út, skulu vera gildur gjaldeyrir til greiðslu
á skuldum, þannig að hér er fundin leið til að færa alt að
IIV2 miljón króna, sem kaupmenn og kaupfélög eiga hjá vissri
stétt manna í landinu, yfir á ríkið, og getur þetta að mörgu
leyti orðið hagkvæmur greiði fyrir verzlunarstétt landsins, sem
á miklar og óvissar skuldir útistandandi. Það er einnig skylt
að meta þann vilja, sem fram kemur til að bæta kjör þeirra,
sem harðast verða úti í lífsbaráttunni. En svo virðist hér sem
greiðinn við bændurna sjálfa, sem fá eiga að láni þenna nýja
gjaldmiðil, skuldabréfin, sé öllu minni en við núverandi lánar-
drotna þeirra. Sá greiði virðist geta orðið bjarnargreiði, meðal
annars þar sem hálfgildings átthagaánauð fylgir lánunum úr
sjóðnum, svo að segja má þeim upp, ef lántakandi breytir
um atvinnuveg. Hinu verður ekki neitað, að spaklega er
til kreppulánasjóðsins stofnað, svo spaklega, að það er ekki
nema fyrir þroskaða fjármálaheila að skilja til fulls, enda
Iögðu víst allir flokkar þingsins saman um að samþykkja
lögin. Menn verða að leita út fyrir landssteinana, til hinna
slyngu fjárveltumanna erlendis, til þess að finna hæf for-
dæmi að verðbréfaframleiðslu þeirri, sem nú er í vændum hér
á landi fyrir aðgerðir síðasta þings.
Þó að úrslit kosninganna frá 16. júlí í sumar séu nú löngu
kunn orðin, er rétt að taka þau hér upp, en þau voru þann-
ig, að Alþýðuflokkurinn fékk 6842 atkvæði og kom að 4
þingmönnum, Framsóknarflokkurinn 8897 og kom að 15