Eimreiðin - 01.07.1933, Blaðsíða 95
eimreiðin
Gróðrarstöðin á Sámsstöðum.
Ef einhvern, sem þetta les, langar til að verða skygn og
s)á í hillingum framtíð íslenzks landbúnaðar, ræð ég honum
hiklaust til að ganga sem snöggvast undir hönd Klemensar
Kristjánssonar á Sámsstöðum í Fljótshlíð.
Það má vel vera, að sumir ykkar, sem hafið séð Klemens,
hrosið að þessari fullyrðingu. Hann Klemens ber það ekki
svo mjög á ytra borðinu, að hann sé einstaklega mikill töfra-
^iaður. Hann er í sjón eins og þreytulegur bóndi — jafnvel
ovenjulega þreytulegur bóndi eftir aldri. Hreyfingarnar og
^rættirnir í andlitinu sýna svo undurglögt mörk mikillar vinnu,
Vlnnu, sem að vísu má vel vera að stundum hafi verið unnin
^eð fögnuði, en áreiðanlega líka stundum með þrautum í
l'tilli von og furðu-miklum einstæðingsskap. Og ef þið hafið
talað við hann Klemens, þá hafið þið ef til vill aldrei komið
nær honum en svo, að þið hafið hitt fyrir fremur þurlegan
niann — svo undarlega langt úti á þekju, þó að rætt væri
ntT> mál dagsins, sem allir þykjast kunna einstaklega góð skil
a- En við ykkur segi ég hiklaust: Þið þekkið Klemens á
Sámsstöðum ekki neitt, þó að þið hafið séð hann og talað
v’ð hann um dægurmál, sem hann metur ekki meira og
h°num kemur ekki meira við en boðinn, sem rís og hverfur
a naasta andartaki. Og ef hann hefur sýnt ykkur »stöðina«,
ræræktina og kornyrkjuna á Sámsstöðum, og ykkur hefur
h°tt hann leiðinlegur — það getur vel hafa komið fyrir —
Pn er ég viss um, að ykkur er um að kenna. Alagahamur
PreYtunnar hefur þá ekki af honum fallið, af því að þið
Preyttust svo fljótt á þessum mörgu reitum, hættuð að sjá
°9 greina milli margra afbrigða. Hann komst aldrei með
V t<ur svo langt, að þið skilduð, hvað hann var að fara. Það
°m aldrei í auga honum Ijósið af fyrsta neista skilnings
V «ar. En þegar hann sér það Ijós og finnur af því ylinn,
a er það að álagahamurinn fellur. Og þá verðið þið fyrr en
V ur varir skygn, ef þið gangið undir hönd honum.