Eimreiðin - 01.07.1933, Blaðsíða 54
eimreiðin
Kaflar úr bókinni um San Michele.
Eftir Axel Munthe.
Kóleran í Neapel.
Ef einhvern skyldi langa til að fá að vita um dvöl mína í
Neapel, þá er bezt fyrir hann að lesa þar um í »Bréfum frá
borg í sorg«, sé unt að ná í eintak, sem er reyndar ekki
líklegt, því að þessi litla bók er löngu uppseld og gleymd.
Eg hef sjálfur einmitt verið að lesa með talsverðri athygli þessi
»Bréf frá Neapel«, eins og bókin hét upphaflega á frummál-
inu, sænskunni. Eg gæti ekki skrifað slíka bók nú, þótt líf
mitt lægi við. Það er heilmikið af barnalegum ofsa í þessum
bréfum, einnig af sjálfsáliti, að ég ekki segi sjálfsþótta. Ég hef
sýnilega verið töluvert upp með mér af því að þjóta alla leið
frá Lapplandi til Neapel, einmitt þegar allir reyndu að forða
sér úr borginni. Ég skýri frá því með talsverðu stærilæti,
hvernig ég var á ferli dag og nótt í sýktu fátækrahverfunum,
þar sem alt var morandi í lús, hvernig ég lifði á skemdum
ávöxtum og svaf í óþrifalegri krá. Alt er þetta dagsatt, og ég
hef ekkert að afturkalla; lýsing mín á Neapel, þegar kóleran
geysaði þar, er nákvæm — eins og borgin leit út í augum
ákaflynds manns.
En lýsingin af sjálfum mér er hvergi nærri eins nákvæm.
Ég hafði geð í mér til að skrifa, að ég hefði ekki verið
hræddur við kóleruna, ekki hræddur við dauðann. Én ég laug.
Ég var ofboðslega hræddur við hvorttveggja frá því fyrsta til
hins síðasta. í fyrsta bréfinu lýsi ég því, er ég steig — seint
um kvöld út úr tómri lestinni, þar sem nærri var liðið yfir
mig af karbóllykt — út á mannlaust torgið, hvernig ég mætti
á götunni löngum röðum af vögnum og kerrum, hlöðnum Hk-
um á Ieið til kólerugrafanna, hvernig ég dvaldi alla nóttina
meðal deyjandi manna í ömurlegum fondaci fátækrahverfanna.
En þar er engin lýsing á því, að ég hafi tveim stundum eftir
að ég kom, skundað til baka á brautarstöðina og spurt í ákafa