Eimreiðin - 01.07.1933, Blaðsíða 39
■Eimreiðin AUSTFJARÐAÞOKAN 263
Guðlaug Iagði handlegginn utan um dóttur sína. Þær leidd-
Ust þegjandi inn.
V.
Daginn eftir var molluveður, en þokunni dálítið Iétt af lág-
lendinu. Guðlaug réðist í það eftir nokkurt hik að búa sig
M kirkjuferðar með börnin — öll fjögur. — Hún hafði ekki
^omið til kirkju síðan um Hvítasunnu í hitt eð fyrra, þótt
þau byggju svo að segja á næsta bæ við prestssetrið.
Hún og börnin áttu nokkurn veginn þolanleg föt. Bjarni
tók að sér að fylgja henni heim undir Kirkjuból og bar að
mestu leyti yngstu börnin. — Svo þurfti hann að fara til ánna.
Þetta gekk nú alt sæmilega. Þau komust í tæka tíð heim
aÓ Kirkjubóli. Prófastsfrúin tók á móti þeim í forstofudyr-
uuum, gaf börnunum mjólk og móðurinni kaffi. Loks þegar
^ringt var í síðasta sinn og Guðlaug tók sitt blettótta, snjáða
^irkjusjal og var að venda því og snúa, til þess að sem
^inst bæri á blettunum, brá frúin við og tók af kommóðu
1 stofunni silkikögrað sumarsjal, rétti Guðlaugu og sagði:
— Hérna — hafið þér heldur þetta. Ég á nóg af þessu
dóti. Nei, ekki að þakka —.
Guðlaug gekk til kirkju og leiddi yngri börnin. Þó nokkur
slæðingur virtist vera af kirkjufólki. Hún settist utarlega í
ifamkirkjuna. Inni í kórnum mætti hún augum Sigurðar bú-
hæðings. Henni sýndist hann skifta dálítið litum. Það var
^annske vitleysa.
Söngurinn hófst. Hún þekti vel úr rödd Sigurðar. Einu
sinni hafði henni þótt hún fallegust allra söngradda. Nú var
hann skjálfraddaður.
VI.
t'egar Þórður kom út á fjörðinn, sá hann lítið af fugli, og
það sem hann sá, var svo stygt, að hann komst ekki í færi.
Þokubandið teygði sig lengra og lengra inn fjörðinn, milli
þátsins og Kirkjubólsvíkurinnar. Hann veik bátnum í áttina til
hólmans. Fyrst urðu á vegi hans nokkrir geldfuglar. Hann
skaut tvo þeirra. Skotin bergmáluðu í fjöllunum. Honum fanst
þyssuskot aldrei hafa gert slíkan bölvaðan hávaða. Það var