Eimreiðin - 01.07.1933, Blaðsíða 35
EIMREIÐIN
AUSTFJARÐAÞOKAN
259
Brátt sá hún, að þau stóðu á bakkanum og gláptu.
Hvað var nú? — Hún flýtti sér til þeirra.
— Sjáið þið nokkuð, krakkar? Því komið þið ekki?
Börnin komu nú hlaupandi til hennar.
— Nei, við sjáum ekkert. Ekki heldur bátinn.
~~ Bátinn?
Hún flýtti sér fram á bakkann og horfði. Það var rétt,
báturinn var ekki á sínum stað. Hún horfði út á sjóinn. Það
sast ekkert annað en niðsvartur þokuveggurinn, skamt fyrir
u^an Iandsteinana. Hægfara og hugsandi sneri hún heimleiðis,
lók börnin og leiddi þau sitt við hvora hönd. Þau voru eitt-
hvað að tala um pabba, en hún heyrði það ekki fyr en eftir á.
Hádegið kom, og Þórður kom ekki. Það kom nón og það
miðaftann, og hann lét ekki sjá sig. — Oft hafði Guð-
laugu borið sitthvað að höndum þessi búskaparár. Stundum
hafði henni verið nokkuð þungt í skapi. Hvað var það hjá
hessu! Verst var að hlusta á spurningar barnanna.
Quðlaugu fanst hún vera dauðþreytt um kvöldið. Samt
hafði hún eiginlega lítið eða ekkert gert um daginn. Hún
heptist við að hátta og svæfa börnin. Sjálf gat hún ekki
hugsað til þess að sofna. Svo gekk hún út á hlaðið. Hún
arilti í tvær lambær, sem voru komnar í túnið. Þær sýndust
eins og stórgripir í þokunni. Hún sigaði Freyju á þær. Önnur
stóð framan í, en hin hljóp sína leið. Guðlaug brá við til
t'ðsinnis tíkinni. Ærin sá sitt óvænna og lagði á flótta —
ut í þokuna. En konan gat ekki fengið sig til að fara inn í
b*inn. Hún settist á fiskasteininn, studdi ölnbogum á hnén
°9 höndum undir kinnar — og hugsaði.
~~ Hvar var Þórður nú? Hafði hann vilst til hafs í þok-
unni og var nú að hrekjast þar, dauðuppgefinn á bátnum?
hafði stórfiskur hvolft bátnum og ósyndur maðurinn
óruknað strax? Kannske hafði hann komist á kjöl og hangið
bar um tíma — hrópað — kallað — grátið — aleinn —?
hiei, Þórður hafði ekki grátið. Hann grét aldrei. Henni
Var nú reyndar ekki grátgjarnt heldur. Henni flaug í hug,
be9ar þau mistu elzta barnið úr kíghóstanum. Þá hafði hún
gratið — en Þórður hafði bara hleypt brúnum og bitið á
laxlinn. Hún sá ljóslifandi fyrir sér harðlega svipinn, illi-