Eimreiðin - 01.07.1933, Blaðsíða 37
EIMREIÐIN
AUSTFJARÐAÞOKAN
261
~ Einmitt —. Þetta grunaði mig.
Hann hikaði við. Guðlaug fann eins og sting fyrir brjóstinu.
~~ Eg — ég — fann bátinn hans í morgun rekinn út í
^ogunum. Byssan og árarnar voru í honum — hann hikaði
aftur — 0g tveir fuglar — annars ekkert, ekki dropi af sjó.
Hún svaraði ekki.
Hvenær fór hann að heiman?
— Snemma í gærmorgun. Fyrir fótaferð.
Bergur horfði út í þokuna og sagði svo í lægri róm eins og
hálfvegis við sjálfan sig: Það — hefur — líklega — orðið — slys.
Guðlaug svaraði ekki. Bergur hélt áfram: Eg hélt hálfvegis,
bátinn hefði tekið út einhversstaðar í lendingunni. En þá
yæri Þórður auðvitað kominn heim.
Hann þagði um stund, eins og hann væri að leita að orð-
Utn. Hann vildi ekki minnast á, að það voru æðarblikar, sem
hann fann í bátnum, og hann hafði fyrst verið að hugsa um
kað að sýna hreppstjóranum þá, — ef Þórður væri heill á húfi.
~~ Ég skal senda strákinn með bátinn, byssuna og fuglana,
sffax og ofurlítið rofar í þokuna. Ég ætlaði eiginlega ekki
svona langt á landi núna — ég er að leita að tveimur bölv-
uðum rollum. En það er náttúrlega ekki til neins í þessu
9aldramyrkri.
— Þú kemur inn og þiggur kaffisopa. Ég er rétt búin að
Hfa morgunkaffið.
— Þakka þér fyrir. ]á — bara molasopa — ég þarf að
^ýta mér. Hann skyrpti út úr sér tóbakstuggunni og fór inn
a eftir Guðlaugu.
Þau gengu rakleitt inn undir baðstofuloftið. Þar sauð kaffi-
vatnið í eldavélinni. Guðlaug rendi upp á og bar á borð.
Bergur drakk þegjandi úr bollanum. — Kaffið var ágætt.
— Get ég ekkert Iiðsint þér í bráðina? Ætli það væri
ekki reynandi að leita? Ég gæti komið við á Kirkjubóli. Pró-
Hsturinn er liðmargur. Á ég ekki að skila til hans?
Guðlaug svaraði seint.
Ég veit ekki. Kannske. Mesti greiðinn sem þú gætir
9ert mér, væri að ná til Bjarna bróður míns.
Já, sjálfsagt. Bergur lauk úr seinni bollanum.
' Ég skal senda strákinn strax og ég kem heim. Bjarni