Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1933, Blaðsíða 66

Eimreiðin - 01.07.1933, Blaðsíða 66
290 KAFLAR ÚR SAN MICHELE EIMREIÐIN að láta sig dreyma um komu dagsins, nóttin er svo dimm fyrir augu, sem ekki geta séð stjörnurnar. Geturðu ekki gefið mér fáeinar fleiri sekúndur af þinni geislandi eilífð, að ég megi sjá þína yndislegu veröld, hafið, sem ég elska, skýjafarið á himninum, fjöllin dýrðlegu, niðandi lækina, laðandi trjárunn- ana, blómin innan um grasið, fuglana í loftinu og dýrin í skógum og á ökrum, bræður mína og systur? Geturðu ekki að minsta kosti gefið mér í höndina fáein villiblóm til þess að verma í mér hjartað, geturðu ekki skilið mér eftir fáeinar stjörnur af himni þínum, til þess að vísa mér leið? Ef ég á ekki lengur að fá greint andlit þeirra manna og kvenna, sem ég umgengst, geturðu þá ekki að minsta kosti lofað mér að sjá öðru hvoru í svip lítið barnsandlit eða vina- legt dýr? Eg hef horft í andlit manna og kvenna um langt skeið, ég þekki þau vel, og af þeim læri ég lítið meira en ég hef þegar lært. Það er tilbreytingarlaus lestur að lesa í þau andlit samanborið við það, sem ég hef lesið í guðs eigin ritningu — hinni dularfullu ásjónu Móður Náttúru. Kæra, gamla fóstra! Þú sem hefur flæmt svo margar ljótar hugsanir burt frá mér, með því að strjúka mjúklega með gamalli, hrukkóttri hendi þinni um logheitt enni mér, skildu mig ekki einan effir í myrkrinu. Eg er hræddur við myrkrið! Tefðu hjá mér dálítið lengur, segðu mér enn í viðbót eitthvað af fallegu æfintýrunum þínum, meðan þú vaggar viðþolslausu barninu þínu til hinstu hvíldar! Ljós heimsins! Æ, þú ert guð, og engin bæn dauðlegs manns hefur nokkru sinni náð himni þínum. Hvernig má ég, aumur maðkur, vona á miskunn þína, hlífðarlausi sólguð, þú sem jafnvel brást hinum mikla Faraó Aknaton, sem flutti sólunni ódauðlegan lofsöng sinn, svo að bergmálaði um Níl- ardalinn, fimm hundruð árum áður en Hómer kvað: „Er þú rís, fyllist heimurinn fögnuöi og birtu, og mennirnir segja: Að sjá þig er Iíf, að sjá þig ekki er dauði. Austri og Vestri vegsama þig, þú skín — og alt lifir, þú hnígur til viðar — og veröldin deyr“. En þú horfðir á, með miskunarleysi í skínandi auga þér, hvernig gömlu guðirnir þyrluðu musteri þíns ágæta dýrkanda út í Níl, rifu sólskífuna af enni hans og konungsörninn af
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.