Eimreiðin - 01.07.1933, Qupperneq 66
290
KAFLAR ÚR SAN MICHELE
EIMREIÐIN
að láta sig dreyma um komu dagsins, nóttin er svo dimm
fyrir augu, sem ekki geta séð stjörnurnar. Geturðu ekki gefið
mér fáeinar fleiri sekúndur af þinni geislandi eilífð, að ég megi
sjá þína yndislegu veröld, hafið, sem ég elska, skýjafarið á
himninum, fjöllin dýrðlegu, niðandi lækina, laðandi trjárunn-
ana, blómin innan um grasið, fuglana í loftinu og dýrin í
skógum og á ökrum, bræður mína og systur? Geturðu ekki
að minsta kosti gefið mér í höndina fáein villiblóm til þess
að verma í mér hjartað, geturðu ekki skilið mér eftir fáeinar
stjörnur af himni þínum, til þess að vísa mér leið?
Ef ég á ekki lengur að fá greint andlit þeirra manna og
kvenna, sem ég umgengst, geturðu þá ekki að minsta kosti
lofað mér að sjá öðru hvoru í svip lítið barnsandlit eða vina-
legt dýr? Eg hef horft í andlit manna og kvenna um langt
skeið, ég þekki þau vel, og af þeim læri ég lítið meira en
ég hef þegar lært. Það er tilbreytingarlaus lestur að lesa í
þau andlit samanborið við það, sem ég hef lesið í guðs eigin
ritningu — hinni dularfullu ásjónu Móður Náttúru. Kæra,
gamla fóstra! Þú sem hefur flæmt svo margar ljótar hugsanir
burt frá mér, með því að strjúka mjúklega með gamalli,
hrukkóttri hendi þinni um logheitt enni mér, skildu mig ekki
einan effir í myrkrinu. Eg er hræddur við myrkrið! Tefðu
hjá mér dálítið lengur, segðu mér enn í viðbót eitthvað af
fallegu æfintýrunum þínum, meðan þú vaggar viðþolslausu
barninu þínu til hinstu hvíldar!
Ljós heimsins! Æ, þú ert guð, og engin bæn dauðlegs
manns hefur nokkru sinni náð himni þínum. Hvernig má ég,
aumur maðkur, vona á miskunn þína, hlífðarlausi sólguð, þú
sem jafnvel brást hinum mikla Faraó Aknaton, sem flutti
sólunni ódauðlegan lofsöng sinn, svo að bergmálaði um Níl-
ardalinn, fimm hundruð árum áður en Hómer kvað:
„Er þú rís, fyllist heimurinn fögnuöi og birtu,
og mennirnir segja: Að sjá þig er Iíf, að sjá þig ekki er dauði.
Austri og Vestri vegsama þig, þú skín — og alt lifir,
þú hnígur til viðar — og veröldin deyr“.
En þú horfðir á, með miskunarleysi í skínandi auga þér,
hvernig gömlu guðirnir þyrluðu musteri þíns ágæta dýrkanda
út í Níl, rifu sólskífuna af enni hans og konungsörninn af