Eimreiðin - 01.07.1933, Blaðsíða 76
300
KOLBEIN5EY
eimreiðin
Ólafur Olavíus getur þess í ferðabók sinni: Oeconomisk
Reise, bls. 323, að fyr meir hafi verið farið til Kolbeinseyjar
á áttæringum eftir dún, sel og fugli. >Voru selir þar svo
spakir, að taka mátti þá með höndunum«. — Þótt þetta standi
í hinni frægu bók Olavíusar, þá eru þetta sögusagnir eftir
óábyggilegum heimildum, ærið þjóðsagnakendum og hafa ekki
við nokkur söguleg rök að styðjast. — Olavíus getur þess
einnig, að ]ón stólpi bóndi í Grímsey hafi síðastur farið til
Kolbeinseyjar. Þetta mun rétt vera, því engar áreiðanlegar
sagnir eru til urn það, að nokkrir hafi farið til Kolbeinseyjar
til að taka þar fugl og egg aðrir en Hvanndalabræður, um
árið 1580 og því næst Jón Jónsson stólpi, bóndi á Básum í
Grímsey, er farið mun hafa til Kolbeinseyjar nokkrar ferðir
á opnu skipi á árunum 1700—1730. Svo er það ekki fyr
en á 19. öld, eftir að farið var að stunda hákarlaveiðar á
þilskipum, að menn komu oft til Kolbeinseyjar.
Jón Jónsson »stólpi«, var helzti bóndi í Grímsey á sínum
tíma. Sagður var hann mikilmenni, auðugur að fé, víkingur
til sjósóknar og afburða stjórnari. Talinn var hann fjölkunn-
ugur, eins og flestir þeir menn, er einhverja yfirburði höfðu
yfir almúgann í þann tíma. Stólpi var hann kallaður vegna
þess, að þegar hann fór til Kolbeinseyjar, reisti hann upp á
svokölluðum Stóra-Bratta, en það er norðan til á Grímsey,
þar sem hún er hæst, tvítuga stöng eða stólpa, og hafði á
henni langa veifu af hvítu vaðmáli. Sagði hann, að þegar
veifan hyrfi, þá sæist Kolbeinsey. —
Þjóðsagnirnar hafa gert úr Jóni stólpa hinn mesta galdra-
mann. Á hann að liggja undir vörðu á Fótarhorni, sem er
nyrst á Grímsey, kerling hans undir annari og skamt á milli,
en peningar hans undir þriðju vörðunni, sem vera á fyrir
utan Köldugjá, ekki langt frá hinum tveimur. »Vörðu þessa
rufu eyjarskeggjar — á 18. öld; fundu þeir í henni hálftunnu
fulla af peningum og flösku, er virtist vera tóm af öðru en
flugum einum* (Þjóðsögur og Munnmæli, Reykjavík 1899,
bls. 302-304).
Hvað sem þjóðsögnunum líður, þá er það að segja af Jóni
stólpa, Kolbeinseyjarfara, að hann fórst við sjötta mann við
Húnsnes á Skaga, skamt frá landi, þann 17. september árið