Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1933, Side 76

Eimreiðin - 01.07.1933, Side 76
300 KOLBEIN5EY eimreiðin Ólafur Olavíus getur þess í ferðabók sinni: Oeconomisk Reise, bls. 323, að fyr meir hafi verið farið til Kolbeinseyjar á áttæringum eftir dún, sel og fugli. >Voru selir þar svo spakir, að taka mátti þá með höndunum«. — Þótt þetta standi í hinni frægu bók Olavíusar, þá eru þetta sögusagnir eftir óábyggilegum heimildum, ærið þjóðsagnakendum og hafa ekki við nokkur söguleg rök að styðjast. — Olavíus getur þess einnig, að ]ón stólpi bóndi í Grímsey hafi síðastur farið til Kolbeinseyjar. Þetta mun rétt vera, því engar áreiðanlegar sagnir eru til urn það, að nokkrir hafi farið til Kolbeinseyjar til að taka þar fugl og egg aðrir en Hvanndalabræður, um árið 1580 og því næst Jón Jónsson stólpi, bóndi á Básum í Grímsey, er farið mun hafa til Kolbeinseyjar nokkrar ferðir á opnu skipi á árunum 1700—1730. Svo er það ekki fyr en á 19. öld, eftir að farið var að stunda hákarlaveiðar á þilskipum, að menn komu oft til Kolbeinseyjar. Jón Jónsson »stólpi«, var helzti bóndi í Grímsey á sínum tíma. Sagður var hann mikilmenni, auðugur að fé, víkingur til sjósóknar og afburða stjórnari. Talinn var hann fjölkunn- ugur, eins og flestir þeir menn, er einhverja yfirburði höfðu yfir almúgann í þann tíma. Stólpi var hann kallaður vegna þess, að þegar hann fór til Kolbeinseyjar, reisti hann upp á svokölluðum Stóra-Bratta, en það er norðan til á Grímsey, þar sem hún er hæst, tvítuga stöng eða stólpa, og hafði á henni langa veifu af hvítu vaðmáli. Sagði hann, að þegar veifan hyrfi, þá sæist Kolbeinsey. — Þjóðsagnirnar hafa gert úr Jóni stólpa hinn mesta galdra- mann. Á hann að liggja undir vörðu á Fótarhorni, sem er nyrst á Grímsey, kerling hans undir annari og skamt á milli, en peningar hans undir þriðju vörðunni, sem vera á fyrir utan Köldugjá, ekki langt frá hinum tveimur. »Vörðu þessa rufu eyjarskeggjar — á 18. öld; fundu þeir í henni hálftunnu fulla af peningum og flösku, er virtist vera tóm af öðru en flugum einum* (Þjóðsögur og Munnmæli, Reykjavík 1899, bls. 302-304). Hvað sem þjóðsögnunum líður, þá er það að segja af Jóni stólpa, Kolbeinseyjarfara, að hann fórst við sjötta mann við Húnsnes á Skaga, skamt frá landi, þann 17. september árið
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.