Eimreiðin - 01.07.1933, Blaðsíða 77
eimreiðin
KOLBEINSEY
301
1730, eftir ægilegan hrakning úr fiskiróðri frá Grímsey. —
Espólín telur skiptapann 11. september 1730, Hítarnesannáll
25. september, Mælifellsannáll 19. september, Vallaannáll 11.
september, Hvammsannáll dagsetur ekki slysið, en öllum ber
þeim saman um ártalið. En áreiðanlegustu heimildina fyrir
slysinu verður að telja þingbækur Hegranessýslu frá þessum
tíma, vegna þess, að út af skiptapanum hófust stórkostleg
fnálaferli, fésektir og hýðingar, en þar er skiptapinn talinn
17. september 1730. Skal þá byrjað á því að láta Espólín
shýra frá, hvernig á þessum ósköpum stóð:
Kolbeinsey, séð frá norðri.
~~ — — »Þat sumar var vott ok óhaldkvæmt ok nýttust
illa hey; þá bar þat til hinn 11. seftembris mánaðar, enn
sumir segja hinn 19da eda 25la, at sexæring rak fyrir nord-
anvedri frá Grímsey, skipadan mönnum, ok allan daginn vestr
1 haf ok nóttina eftir, en at morgni komust þeir vestr á Skaga
^attfarnir mjög, ok hittu fyrir boda, er eigi máttu þeir kom-
ast Vfir háskalaust, urdu þó at leggja á hann fyrir vedurs
sakir, hvolfdi þá undir þeim, ok týndust 5 saman, en bóndi
sa er ]ón hét, helztr í eynni, ok var formadur, ok knár ok
'dgódr, komst á kjöl, ok af hönum í land, var hann limlestr
þrekadr mjög, ok lá þar nær þrjú dægr votr undir mar-
akka, enn vedr var kalt, er þá sagt at ein kona, er ]arþrúdr
et> kæmi þar til hans, ok skæri silfrhnappa úr skyrtu hans;