Eimreiðin - 01.07.1933, Blaðsíða 104
328
GRÓÐRARSTÖÐIN Á SÁMSSTÖÐUM
EIMREIÐIN
En það er vafamál, hvort unt er að gera grein fyrir þess-
um frærannsóknum og árangri þeirra, svo að nokkurt veru-
legt gagn sé að fyrir þá, sem ekki hafa aðstöðu til að kynn-
ast þeim. Mér dettur þó í hug að gera grein fyrir nokkrum
smáatriðum, sem ef til vill mundu þykja að minsta kosti ein-
kennileg og sum merkileg. Við tilraunir hefur það t. d. komið
í ljós, að fræ af grösum, sem spretta í framræstri mýrarjörð,
spírar yfirleitt illa, þó að grösin sjálf nái ágætum þroska.
Framræst mýrarjörð er því illa valin til fræræktar, þó að hún
sé ágæt til grasræktar. Aftur er steinefnaríkur jarðvegur, eins
og t. d. sendin jörð, eða land sem áður hefur verið leirmóar,
vel fallinn til fræræktar. Þetta sýnir, eins og svo margt annað,
að í jarðræktinni eins og annarsstaðar verður að skifta niður
hlutverkum. Grómagn fræsins fer líka talsvert eftir því, hve
snemma það þroskast. Þrátt fyrir það getur gróðurmagn ís-
lenzks fræs verið eins mikið og erlends fræs sömu tegundar,
en gæta verður þess við íslenzku fræræktina (og eins ræktun
korns til sáningar) að sá snemma og fá uppskeruna svo
snemma sem verða má. Fræþyngd þeirra tegunda, sem frse
hefur verið ræktað af á Sámsstöðum, er yfirleitt ekki minni
en fræþyngd sömu tegunda erlendis. Þannig er fræþyngd há-
liðagrass jafnvel 10—20 °/o meiri á Sámsstöðum en á þv>
fræi erlendis. Vms afbrigði byggs og hafra hafa fullkomlega
náð sömu fræþyngd og fræstærð og erlendis, og efnarann-
sóknir, sem gerðar hafa verið á íslenzku byggi og íslenzk-
um höfrum, sýna, að íslenzka kornið stendur alls ekki að baki
norsku korni að næringargildi.
— Eg veit það ekki, hvort rétt er að geta um ýmsa aðra
smámuni, sem tilraunir eru gerðar um á Sámsstöðum. Auð-
vitað eru þar veðurathuganir og hafa verið síðan 1927. Slík*
var sjálfsagt mál. Annað er reyndar jafn-sjálfsagt, þó að það se
líklega nærri einstakt hér á landi: hiti jarðvegsins er mældur
þrisvar á dag, bæði á sléttlendi og hallandi landi móti suðri-
Hefur jarðvegshitinn reynst allmiklu meiri á halllendinu eins
og eðlilegt er, og er munurinn meiri en t. d. í Danmörku,
eins og líka er eðlilegt. Þó að þetta séu smámunir, getur
það leiðbeint um, hvar helzt skuli reynt að rækta þær teg-
undir grass og korns, sem mestum erfiðleikum valda. Það ef