Eimreiðin - 01.07.1933, Blaðsíða 72
296
KOLBEINSEV
EIMREIÐIN
var á íslandi og á ýmsan hátt hin merkilegasta. Guðbrandur
biskup hafði mikinn áhuga að fræðast um Island og höfin
kringum landið. Mun hann einnig hafa leitað sér þeirra upp-
lýsinga, er unt var að ná í frá útlendum sæförum og ferða-
mönnum. Danskur ferðamaður, Graah að nafni, skírði mjótt
nes með háum höfða á austurströnd Grænlands Cap Gud-
brand til heiðurs við Guðbrand Þorláksson biskup. Höfða
þenna nefna Grænlendingar Tornarsik og liggur á 65° 14'
n. br. og er 480 metrar á hæð. (Meddelelser om Grönland
Kolbeinsey, séð frá suöri.
IX., bls. 202. — Á bls. 245 í sömu bók er jarðfræðiupp-
dráttur af höfðanum).
Til þess að leita að Kolbeinsey og rannsaka hana, ef hún
fyndist, fekk Guðbrandur biskup þá Hvanndalabræður, Bjarna,
Einar og ]ón Tómassyni, orðlagða hreystimenn og sjógarpa.
Var Bjarni formaður fararinnar, 28 ára að aldri, en þeir
Einar og ]ón báðir innan við tvítugt. Hafði biskup boðið
þeim til þess mikið fé, að því er ]ón prestur Einarsson segifi
sá er orkti hinn landskunna brag um för þeirra bræðra til
Kolbeinseyjar. Mun enga hafa fýst til fylgdar við þá bræður
í þessa landaleit, svo þeir fóru einir saman. Til ferðarinnar
völdu þeir áttæring, hið bezta skip, og er þeir höfðu búið
hann til farar eins og kostur var, létu þeir í haf. Ekki fundu
þeir Kolbeinsey að því sinni, því stórgarður rann á, og hreptu