Eimreiðin - 01.07.1933, Blaðsíða 127
eimreiðin
RITSJÁ
351
Hann þráir æskudalinn
og gamlan sveitarsiÖ
og söng og lækjarnið.
Svo ásækir hann eitthvað,
sem engum kemur við,
sem rífur upp með rótum
hans ró og sálarfrið.
D. St. hefur ort hér eitt kvæði til konu, að vísu fleiri þó, en lítið eftir
fyrri afköstum hans í þeirri grein ljóða. Því mansöngvari er hann meiri
en önnur íslenzk skáld, sem nú eru uppi, blóðheitur, svo að minnir á
Hannes Hafstein, en varkárari og varla eins opinskár. Þessi mansöngur
hans hér heitir Pú og eru þetta upphafsorð:
„Þú ert Ijúfasta ljóðið
og lagið, sem yfir töfrunum býr.
Þú setur brunann í blóðið,
boðar frelsi og æfintýr,
kveikir gneistann, glæðurnar magnar,
og gefur hjartanu ljós og yl.
Þú fagnar —
fagnar því öll að vera til“.
Dann lýsir hér f öðru kvæði yngismey, um það leyti sem hún er að
vakna til meðvitundar um ástina. D. St. segir hvorki meira né minna
en má segja. Nátfúrlega er það á engra færi nema yngismeyjanna sjálfra
að fella úrskurðinn um hve rétt skáldið fer með, og er því bezt að
taha hér upp tvö erindi úr kvæðinu. Mega þær svo um dæma, sem lesa„
en hreinskilnin verður þá líka að fá að ráða í dómnum:
„Eg stend fyrir spegli, strýk mitt hár,
sem stormurinn lék um í fjórtán ár.
O, yrði hver dropi, hvert daggartár
að djásnum og óskasteinum.
Það er eitthvað, sem hefur að mér sótt,
líkt og ilmur frá skógarreinum . . .
Eg vakti í nótt . . . ég veit það er ljótt,
og ég vil ekki segja það neinum.
Ég veit ekki hver þessi aðsókn er.
Það er eitthvað, sem logar í brjósti mér,
eitthvað, sem kemur, eitthvað, sem fer,
eitthvað, sem hlær og grætur.
Það fer út í yzta fingurgóm.
Það fer inn í hjartarætur.
Og döggvuð Ijóma mín draumablóm
í dýrð hinnar hljóðu nætur".
fyr?*e9ar ný bók kemur út eftir höfund, sem áður er orðinn nafnfrægur
lr ntstörf, er vanaspurningin sú, hvort um framför sé að ræða. Þessu