Eimreiðin - 01.07.1933, Blaðsíða 119
EIMREIÐIN
HLUTAFÉLAGIÐ EPISCOPO
343
Æ! herra, verið þér miskunsamir! Farið ekki frá mér,
skiljið mig ekki eftir einan. Ég dey áður en þetta kvöld er
liðið. Eg lofa yður því, að ég skal deyja. Og þér farið þá í
burtu. Þér lokið augum mínum, og þér farið í burtu. Nei,
e2 bið yður ekki einusinni um það. Ég skal loka augunum
^inum sjálfur, áður en ég gef upp öndina.
Lítið þér á hönd mína. Hún hefur snert augnalok þessa
manns, og hún hefur gulnað af því . . . Ég ætlaði að draga
tau niður, þessi augnalok, af því að Ciro var sífelt að rísa
UPP í rúminu og æpa:
*Pabbi, pabbi, hann horfir á mig!“
Hvernig gat hann horft á Ciro úr því að það var breytt
^iir líkið? Geta þá hinir dánu horft í gegnum ábreiðurnar?
E9 gat ekki hreyft vinstra augnalokið, sem var kalt, helkalt.
Alt það blóð! Getur það verið, að í einum manni sé heilt
a‘ af blóði? Æðarnar sjást varla. Þær eru svo fíngerðar,
ap þær sjást með naumindum. Og engu að síður . . . Ég
vissi ekki hvar ég átti að stíga niður fæti. Annar skórinn
m,nn saug í sig blóðið eins og svampur . . . er það ekki
UriÉð? . . . eins og svampur.
Annar var ataður í blóði, á hinum var ekki blóðdropi:
ann var eins og lilja . . .
0! drottinn minn . . . lilja. Það eru þá ennþá til hvítir
u*lr í heiminum?
Liljur! Hvílík feikn af liljum!
En heyrið þér, herra, heyrið þér . . . Hvað gengur að mér?
Vaða unaður er það, sem altekur mig?
‘Aðiir en þetta kvöld er liðið. Ó! áður en þetta kvöld er
noið , . t
Svala kom fljúgandi inn um gluggann . . . »Lofið þér . . .
0 þér svölunni að koma inn«.
ENDIR.