Eimreiðin - 01.07.1933, Blaðsíða 80
304
KOLBEINSEY
eimreiðin
dýfur. Eyna kvað hann stöðugt vera að molna og eyðast, svo
sjá mætti mun á, næstum árlega. — Af Grímseyingum, sem
nú eru í eynni, hafa aðeins tveir komið að Kolbeinsey, er
þeir voru á hákarlaskipum frá Eyjafirði. Og engar ferðir hafa
Grímseyingar farið út til Kolbeinseyjar, síðan á dögum ]óns
stólpa. — Helgi Olafsson bóndi og smiður á Borgum •
Grímsey, ættaður úr Eyjafirði, segir, að laust fyrir aldamótin
hafi hákarlaskip úr Eyjafirði komið að Kolbeinsey; gengu
skipsmenn upp á eyna og tóku þar 14 þúsundir eggja. Var
þetta um hávarptíma svartfuglsins, og höfðu þá verið stillur
um lengri tíma, og var eyjan svo þakin af fugli og eggjum,
að sumstaðar höfðu eggin oltið saman í hrannir, þar sem
þau lágu hvert yfir öðru í holum og lægðum eyjarinnar. —
Þegar sjórok er, skolar miklu af eggjunum út af eynni, en
fuglinn lætur það ekki á sig fá, en verpir aftur að hálfum
mánuði liðnum. En þorskurinn tekur við þeim eggjum, sem i
sjóinn fara, með beztu þökkum og gleypir þau. Þegar varp-
fugl er í eynni, er þorskurinn jafnan viðlátinn alveg við eyjar-
flúðirnar, og vellur upp úr honum eggjarauðan, þegar hann
hefur verið dreginn á færi við eyna. Kunnugir telja, að fuglar,
er í Kolbeinsey hafa orpið, muni tæplega hafa ungað þar út
eggjum að nokkru ráði, vegna þess, að sjórok hafi jafnan
gengið yfir eyna, þegar hvöss veður dynja yfir, og skoli þá
megninu af eggjunum út eða eyðileggist. Að öllum líkindum
mun það nær eingöngu hafa verið svartfugl, sem orpið hefur
eggjum sínum í Kolbeinsey. En undir þær íegundir bjargfugla,
sem einu nafni eru nefndar svartfugl, heyrir langvta (Uria
troile) og álka (Alka torda). Langvían greinist í fleiri af-
brigði, og eru þessi algengust: Stuttnefja = nefskeri og
hringvía. Þessir fuglar eiga aðeins eitt egg og verpa þeim á
berar klettasyllur og snasir, helzt í háum standbjörgum við
sjó (Látrabjarg, Hornbjarg og víðar) og eins í bygðum eyjum,
þar sem björg eru há og þverhnípt (Grímsey, Vestmannaeyjar,
Drangey o. fl.). Þar sem óbygðar klettaeyjar liggja í regin-
hafi, eins og Kolbeinsey, geta fuglar þessir orpið á víð og
dreif, því þar telja þeir sig óhulta. Séu egg þessara fugla
tekin eða þau hrapi niður undan fuglinum, eins og oft ber við
í björgum, þá verpir fuglinn aftur að 12—14 dögum liðnum-