Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1933, Side 54

Eimreiðin - 01.07.1933, Side 54
eimreiðin Kaflar úr bókinni um San Michele. Eftir Axel Munthe. Kóleran í Neapel. Ef einhvern skyldi langa til að fá að vita um dvöl mína í Neapel, þá er bezt fyrir hann að lesa þar um í »Bréfum frá borg í sorg«, sé unt að ná í eintak, sem er reyndar ekki líklegt, því að þessi litla bók er löngu uppseld og gleymd. Eg hef sjálfur einmitt verið að lesa með talsverðri athygli þessi »Bréf frá Neapel«, eins og bókin hét upphaflega á frummál- inu, sænskunni. Eg gæti ekki skrifað slíka bók nú, þótt líf mitt lægi við. Það er heilmikið af barnalegum ofsa í þessum bréfum, einnig af sjálfsáliti, að ég ekki segi sjálfsþótta. Ég hef sýnilega verið töluvert upp með mér af því að þjóta alla leið frá Lapplandi til Neapel, einmitt þegar allir reyndu að forða sér úr borginni. Ég skýri frá því með talsverðu stærilæti, hvernig ég var á ferli dag og nótt í sýktu fátækrahverfunum, þar sem alt var morandi í lús, hvernig ég lifði á skemdum ávöxtum og svaf í óþrifalegri krá. Alt er þetta dagsatt, og ég hef ekkert að afturkalla; lýsing mín á Neapel, þegar kóleran geysaði þar, er nákvæm — eins og borgin leit út í augum ákaflynds manns. En lýsingin af sjálfum mér er hvergi nærri eins nákvæm. Ég hafði geð í mér til að skrifa, að ég hefði ekki verið hræddur við kóleruna, ekki hræddur við dauðann. Én ég laug. Ég var ofboðslega hræddur við hvorttveggja frá því fyrsta til hins síðasta. í fyrsta bréfinu lýsi ég því, er ég steig — seint um kvöld út úr tómri lestinni, þar sem nærri var liðið yfir mig af karbóllykt — út á mannlaust torgið, hvernig ég mætti á götunni löngum röðum af vögnum og kerrum, hlöðnum Hk- um á Ieið til kólerugrafanna, hvernig ég dvaldi alla nóttina meðal deyjandi manna í ömurlegum fondaci fátækrahverfanna. En þar er engin lýsing á því, að ég hafi tveim stundum eftir að ég kom, skundað til baka á brautarstöðina og spurt í ákafa
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.