Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1944, Side 22

Eimreiðin - 01.07.1944, Side 22
EIMREIÐIN Við Þjóðveginn. 15. september 1944. LÝÐVELDISHÁTlÐIN. ísland hefur verið lýst lýðveldi. Sá mikilvægi atburður gerðist að Þingvöllum laugardaginn 17. júní síðastl., eins og öllum er kunnugt. Fyrsti forseti íslands, kosinn bann sama dag að lögbergi, lilaut svo hjartanlegar móttökur mann- fjöldans, sem hyllti hann að forsetakosningunni lokinni, að engum gat dulizt vinsældir hans og það, að hefði hann verið kjörinn með þjóðaratkvæðagreiðslu, mundu auðu seðlarnir hafa orðið hlutfallslega færri en lijá hinu virðulega alþingi- Opinber heimsókn forsetans um héruð landsins nú í ágúst liefur enn staðfest þessar vinsældir hans meðal allra stétta þjóðarinnar. Hún hefur á sinn hógláta hátt, en bó svo ein- læglega opinskátt, látið í ljós fögnuð sinn og feginleik yfir för hans sem sendiboða og merkisbera hins endurborna frelsis Fjallkonunnar, lýðveldisins nýstofnaða, sem nú hefur hafið göngu sína í fylgd frjálsra þjóða. Fyrsta athöfnin, sem fram fór hinn 17. júní, var að leggja blómsveig við fótstall styttu Jóns Sigurðssonar á Austurvelli- Þá athöfn framkvæmdi forseti sameinaðs alþingis, Gísli Sveinsson, og síðan breiddi hinn fagri sveigur út blómskrúð sitt við fótstallinn langa, Ijósa daga og nætur Jónsmessuskeiðs- ins, féll eins og fagur gimsteinn inn í nýútsprungið blómaflos vallarins, sem aldrei hefur verið eins gróðursæll og vel hirtur og á þessu sólbjarta sumri: Táknræn mynd bess vaxtar, seni Jón Sigurðsson sáði til með lífi sínu og starfi í þágu lands og þjóðar. „Fagna, ísland, fremstum hlyni frama þíns, á nýrri öld. Magna Jóni Sigurðssyni sigurfull og þakkargjöld.“ Aldrei hefur þessari hvöt Hannesar Hafstein verið betitf fylgt en meðan lýðveldisliátíðahöldin stóðu yfir. Hvarvetna

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.