Eimreiðin - 01.07.1944, Qupperneq 34
178
ALLT ER YÆNT, SEM VEL ER GRÆNT EIMREIÐIN
vegna mun gróskiuninni en áður var — (af eðlilegum orsökum).
Hugsið vkkur láglendismelana, holtin og mikið af mýrlendum
landsins vaxin birkiskógi að nýju. Hvílíkur reginmunur! — Á
Islandi var allmikil akuryrkja í fornöld. Göinlu birkiskógarnir
áttu sinn þátt í akuryrkju forfeðranna.
Á Norðurlöndum klæðir skógur víða lióla og liæðir. Eru akr-
arnir oft í skjóli skógarlunda. Skjólbelti eru liér og þar, trjá-
raðir eða þyrnigerði algeng kringum garða og akra. Dregur slíkt
mjög úr vindum og bætir ræktunarskilvrði afar mikið. Hér á
landi liafa akrarnir efalaust víða notið skógarskjólsins í fornöld
og það oftlega riðið baggamuninn, svo að kornyrkjan lánaðist.
Maðurinn hefur aðallega rúið landið gróðri, en næsta lítið lagt
af mörkum í staðinn. Samt liafa nokkrar nýjar jurtategundir
borizt með honum fyrr og síðar. Sumar liafa náð allmikilli út-
breiðslu, en það sýnir, að langt er síðan þær slæddust til landsins.
Má nefna netlur, kúmen, þistla, njóla, baldursbrá, arfa og ýmsar
fleiri, sem belzt vaxa í ræktarjörð kringum mannabústaði. Á
síðari tímum berst talsvert af jurtum með erlendu grasfræi.
Sumt ílendist og verður að borgurum í gróðurríki landsins, en
allmargt er einnig um óstöðuga slæðinga, sem lifa oftast aðeins
eitt sumar bér á landi og deyja svo út aftur.
Hingað liafa jurtirnar aðallega komið frá Norðurlöndum og
reyndar víðar að á síðari árum. Má t. d. búast við, að eittbvað
berist þessi árin með farangri hernaðarþjóðanna. Frá Noregi lxafa
tegundir borizt bingað þegar á fyrstu öldum Islands byggðar, og
sumar bafa baldið áfram alla leið til Grænlands með landnem-
unum fornu, sem þangað fluttu liéðan.
Ræktaða landið — túnin og garðarnir liafa ögn brevtt gróður-
svip landsins, en að eins á smáblettum, enn sem koinið er. Þessir
dökkgrænu blettir stinga laglega í stúf við uinliverfið, þótt ekki
fari mikið fvrir þehn í allri víðáttunni umbverfis. Þar grær þo
gras í sporum mannanna. En lítið er þetta í blutfalli við sviðnu
slóðirnar: landið, sem orðið er að boltabrjóstrum eða eyðimelum
vegna rányrkju — öldum saman. Á hálendinu liefur fjárbeitin
víða gengið furðu liart að landinu, sem þar hefur frá öndverðu
baft af minna að má lieldur eir gróður niðri í byggðunum.
Hér liefur verið stiklað á stóru og aðeins lauslega drepið a
fáeina þætti í gróðursögu landsins. Náttúran stendur engan veginn