Eimreiðin - 01.07.1944, Qupperneq 42
eimreiðin
Við lindina.
Gakktu með mér, Glóeyg,
götuna út að lind,
að sólin blessnð sjái
og signi þína mynd.
Að sólin blessuð sjái
svipinn hýra þinn,
að Ijósa-lindin spegli
Ijúfa drauminn minn.
Að Ijósa-lindin spegli
Ijúfa hvarminn þinn,
að sólarbros þér sendi
sjálfur himinninn.
Að sólarbros þér sendi
sá, er. yndið gaf,
meðan lindin Ijúfa
líður út i haf. —
Meðan lindin Ijúfa
líður út í haf
berðu æsku og yndi,
ást, sem drottinn gaf.
Berðu æsku og yndi,
ást, sem prýðir snót:
Pá mun lindin Ijúfa
leika við þinn fót. —
Þá mun lindin Ijúfa
leika við þinn streng;
færa ást og fögnuð,
faðma mey og dreng.
Færa ást og fögnuð,
faJðma ungan svein
og litla, Ijúfa meyju,
lífsins augastein.
Og litla, Ijúfa meyju,
sem laðar ungan svein
að líta vona-laufin
á lífsins fögru grein.
Að líta vona-laufin,
— lífsins mikla þrá —
sjá þau blómskrúð bera
— birtast jörðu á.
Sjá þau blómskrúð bera
— bjartast himin-hrós —
mærir mána silfur
mjöll og norðurljós.
Mærir mána-silfur
meyjar hvarma-skraut;
— lindin Ijósið þráir,
líf og förunaut.
— Lindin Ijósið þráir,
líf og ást og skjól,
skin i demantsdöggum,
dans í nýjum kjól.
Skin í demants-döggum
dreymir ást og vor
í endurfæðing andans
— öll hin týndu spor.