Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1944, Page 44

Eimreiðin - 01.07.1944, Page 44
EIMREIÐIN Sieingerður. Sögubrot. Eftir Helga Vallýsson. Steingerður! Steingerður! Nafn þitt syngur í liuga mínum. 1 ótal blæbrigðum lits og ljóss og hljóms fellur það í bljóðlátri lirynjandi yfir sál inína eins og vorljúft sólregn á visna jörð. Steingerður! Hve vel ég skil Kormák nú með ofnæmi allra skilvita minna. Hverri taug lieila míns og hjarta. Hverjum blóð- dropa þess. Skil og skynja, að liin „brámána-bjarta, ökla-prúða blóma-dís“ lilaut að verða örlög bins skaplieita sveimhuga og kveikja eld í bans ungu keltnesku sál! Fylla bug lians og hjarta angurmóðum unaði og þrá til binztu stundar. Verða lians sæl- asta sorg og sárasta gleði til æviloka. Hana liefur hann gert ódauðlega með skáldlegri snilld í örstuttu erindi, þrungnu af innblæstri eldlieitrar sálar og örfleygrar. Felst í því dásamleg lofgerð kvenlegrar fegurðar, ein liin fegursta í fornu máli, þótt þurrbrjósta fræðiinenn liafi þar eigi fyrirfundið annað en snoppu- fríða „súpudís“ og ,,grautargyðju“.-- Steingerður! Stúlkan mín, sem ég ann af alliug, en hef þó aldrei augum litið. Hrein ertu’ og björt sem liörsins lín, hand- prúða blómadísin mín! Ég skynja það með alvitund tilveru minnar, að þú ert örlög mín! Þó veit ég eigi nafn þitt né lief séð „leiftur brámána þinna und björtum brúna-sævar-bimni“- Aðeins liendur þínar bef ég séð og livíta arma upp að olnbogum í dásamlegri lirynjandi svifmjúkra breyfinga. Hver hreyfing þeirra er rímað líf, sem vekur bylgjur í sál niinni. — Hve þær eru hvítar og fagrar, liendur þínar, í ljóðrænni, síkvikri breyf- ingu frá olnbogum fram í mjúka góma þinna fimu fingra! Annað né meira lief ég enn eigi augum litið. Beyging úlnliða þinna og mjúkleiki og sjálfstæði livers fingurs er yndisþrunginn lofsöngur æsku og eilífs lífs. Hver smábreyfing er sem fagur tónn, er vekur söng í sál minni, mjúkan og þýðan sem vorblæ í nýfæddu laufi. Fegurri og hljómfyllri lieldur en mig nokkru sinni hafði dreymt og órað fyrir!

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.