Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1944, Side 49

Eimreiðin - 01.07.1944, Side 49
l'-IMREIÐIN ÞRJÁR SONNETTUR io;í Þú varst af gulli og gæðum lieimsins snauð, en geymdir í þínu hjarta stærri auð, og öriæti þitt yndisþoklia bar. Af leik og skemmtun lítið hafðir þú, en lífsgleðin — hún var þér ailt af trú og með þér bæði í æsku og elli var. HELEN KELLER, Þitt ævintýri opnaði skilningslindir. Hve oft í hjarta manns þær frusu inni! Þér Ástin sjáif var ljós í þoku þinni, og þér gaf Fegurð sínar innri myndir. Þeir blindu sjá, og sjáendur eru blindir! Þín saga varð að tákni hugsun minni: Hin mennska sál í bernskublindu sinni, en búin þrá, sem takmörkunum hrindir. I hjarta innst þín örlög snertu mig, en ekki af því, að ég kenndi í br iósi um þig, því ljós sem þitt hið innra áttu fáir. Ég mundi fremur eftir eigin sál, sem alsjáandi berst við skuggans tál. Nær mun hún líta ljósið, sem hún þráir? Ingvi Jóhannesson. 1;

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.