Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1944, Page 68

Eimreiðin - 01.07.1944, Page 68
212 UNDRRAHEIMUR FRAMTÍÐARINNAR EIMREIÐIN til skemmtunar útvarpsflutning, fjarsýn, kvikmyndir, liljómplötur, bækur og fréttir. Þetta tæki verður því sannnefnd töfrasjá, liylki hennar úr skrautlegu, plastisku efni, sem samræmist vel öðrum húsgögnum, og sjálf skráir liún fréttablað heimilisins, sýnir ljós- myndir og teikningar, nýja viðburði, um leið og þeir gerast, skilar útvarpsdagskrám þannig, að einn getur notið þeirra til fullnustu, en annar lesið í næði rétt hjá, án þess að lieyra orð eða tón, og verður því ekki fyrir neinum truflunum. Töfrasjá þessi getur líka tekið við atburðum, meðan þeir gerast, og geymt þá þangað til heimilisfólkið liefur tíma til að sjá þá eða lieyra, og liún getur leikið lög og hljómkviður í 20 klukkutíma óslitið af svo fyrir- ferðarlítilli mjófilmu, að vel má fela liana í lófa sínum. FÖT t)R PAPPlR. Föt verða búin til úr gerviefnum, og í stað klæðskeranna koma risavaxnar klæðaframleiðsluvélar, sem skila fatnaðinuni tilbúnum á örstuttum tíma. Skyrtur, sokkar og nærföt verða skorin úr pappírskenndu efni, notuð aðeins einu sinni og þvl næst fleygt. Skór verða búnir til úr gljúpu gerviefni í stað leðurs. Klæðnaðir verða úr efni, sem líkist ull, en er gerviefni líl'1 ,,celanese“ eða ofnu gervisilki. Saumar allir verða bræddir eða límdir saman.og fötin gerð vatnsheld með ósýnilegu efni, seiu gerir þau mjúk og voðfelld. Yfirhafnir verða hitaðar upp elllS og liús, þegar kalt er, og einangraðar fyrir hita og kulda eftir vihl- Þó að þessar spásagnir þyki ef til vill ýkjukenndar, er hér ekki um annað að ræða en það,sem þegar er farið að nota. Þannig starfa nú þúsundir flugmanna, sem klæðast rafhituðum flugbúninguua á ferðum síniun urn liáloftin. Félag eitt í Bandaríkjunum fram- leiðir saumalausa glófa úr gervisilki. Menn þekkja þegar ýnus plastisk efni, sem hægt er að nota til þess að gera fatnað vatns- heldan. Eitt þeirra er „koroseal“, sem liægt er að vefa inn í sokka til þess að gera þá óslítandi í notkun. 1 stað leðurs, ullar, silkis og bómullar er farið að nota gervief111 í stórum stíl. Gervisilki hefur verið framleitt, sem er óþekkjanleg1 frá silki. Nylon, sem finnst ekki í náttúrunni nema í frumÖgnum kola, lofts og vatns, er tekið að nota í æ stærra mæli í alls konai fatnað. Hinir fegurstu vefnaðir hafa verið gerðir úr svo ólíklegu111 efnum sem súrmjólk, tréberki, baunum og gleri.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.