Eimreiðin - 01.07.1944, Síða 89
EIMREIÐIN
RADDIR
233
Ég get ekki verið Þ. G. sam-
mála um það, að höfuðefni
kinnar fyrri Eimreiðargreinar
Éans hafi staðið óhrakið, þrátt
^ytir svar mitt. Þvert á móti
sýndi ég fram á, að aðfinnslur
hans voru á misskilningi
byggðar, þar eð verð fornrit-
aun a var lægra en flestra ann-
arra bóka, sem út hafa verið
gefnar á sama tíma. Þótt verð
fornritanna liafi liækkað tals-
vert, eru þau þó enn ódýrari
ei1 flestar bækur aðrar, sem
‘ler eru gefnar út. Skal svo
ekki farið frekar út í þá sálma,
tví óþarft er að vekja þessar
gömlu deilur ii pp á ný.
Jón Asb jörnsson.
AUGLtSING TÓMASAR
guðmundssonar.
í síðasta hefti tímaritsins
Helgafell (1.—4. li. 1944) er
k-v'artað mjög vfir slæmri með-
ferð niinni á Tómasi Guð-
mundssvni, þar sem ég liafi
’Aengið“ Snæbjörn Jónsson til
skrifa um liann langa grein
°g síðan „lagt það á“ mig að
Éirta liana í Eimreiðinni. Mun
Éér átt við svargrein Snæbjarn-
ar við sleggjudómi Tómasar í
Éelgafelli um þýðingu hins
i'rrnefnda a Tess eftir Thomas
Éardy, en svargrein þessi hirt-
ist í 1. liefti Eimreiðarinnar
þ. á. — alveg ópöntuð af minni
hálfu að vísu, eins og Tómas
Guðmundsson veit vel, þó að
honum verði hér rangfærsla á,
í umkvörtunargreininni, ásamt
nokkrum fleiri rangfærslum og
vindhöggum, sem ekki tekur að
eyða orðum að.
Ekki get ég lofað Tómasi
Guðmundssyni því að loka
Eimr. fyrir svörum \ ið árásum,
hvaðan sem kunna að koma. En
sannast að segja liafði ég búizt
við meiri gagnrýni af honum
en raun hefur orðið á í ritdeil-
unni út af Tess. Ég skal játa, að
grein Snæbjarnar Jónssonar,
„Hvers á [Thomas] Hardy að
gjalda?“, var sumstaðar nokkuð
hvassyrt. En Eimreiðin tók
Iiana fyrst og fremst til að gefa
Tómasi Guðmundssyni tækifæri
til að rökstyðja með dæmum
dóm sinn um þýðingu Snæ-
bjarnar á Tess — og hefði
vafalaust léð Tómási rúm einn-
ig til svars, ef hann hefði farið
fram á það, enda þótt liann
Iiefði vfir hinu mvndarlega
tímariti, Helgafelli, að ráða.
Rökstuðningur Tómasar hefur
gersamlega brugðizt. 1 stað þess
er kvartað yfir því, að hann
skuli virtur svars af þeim
manni, sem hann er að deila á.
Með því virðist gefið í skyn, að
hann sé ekki svara verður fyrir