Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1947, Síða 26

Eimreiðin - 01.10.1947, Síða 26
250 VESTUR-ÍSLENZK MENNING EIMREIÐIN ekki. Að vísu hafa þeir lagt fram sinn skerf, en ekki meir. Ef einhver er í efa um þetta, þá þarf hann ekki annað en nota tæki- færið, þegar hann er á ferð, og tala við óþekktan samferðamann, sem situr við hlið hans. Samtalinu er svo snúið að Islendingum, og ef þessi ókunni maður fer að liæla þeim, þá þarf aðeins að spyrja á hverju álit hans sé byggt og livaða Islendinga hann þekki. Það er ekki nema stundum, sem embættis- og fræðimenn eru nefndir; oft eru það bændur, verzlunar- og verkamenn — með öðrum orðum: alþýðumenn upp og niður. 1 þessum svörum er lexía, sem ekki má gleymast. tJr því við öll eigum þátt í þessum orðstír, þá liggur skylda á herðum allra um að eiga hann skilið, og eigum við, í smáu sem stóru, að leggja fram liið bezta, sem við höfum til brunns að bera. Hver einasti Vestur-lslendingur getur bætt við eða skemmt fyrir. Það er ein sérstök lilið á þessari skyldu okkar, sem allir ættu að hafa í huga. Oft er það sagt, að minnsta kosti okkar megin við landamæra- línuna, að menn af engilsaxneskum og frönskum ættstofni hafi forgöngurétt, og að aðrir séu látnir sitja á hakanum. Þetta er ekki alveg satt. Greinarmunurinn er heldur þessi: Þegar um eitthvert starf er að ræða eða stöðu, og sá, sem býður sig fram, er úr þess- um tilnefndu þjóðflokkum, þá er gengið út frá því sem vísu, að hann geti gert verkið eða fyllt stöðuna; en ef liann er af ein* hverjum öðrum þjóðstofni, þá er það álitið efamál; hann þarf að sanna það í verkinu. Þessi efi er auðskilinn, og má ekki dæma hann of hörðum dómum. Ef íslenzka þjóðin hefði um aldirnar afkastað eins miklu og hin brezka, þá munduin við að líkindum líta á hlutina sömu augum og þeir og álíta okkur sjálfa dálítið hæfari en aðra í ábyrgðarmiklar stöður. En einmitt vegna þess, að maður verður var við þenna greinar- mun, er það svo afar áríðandi að við gerum okkar bezta í öllu starfi, sérstaklega ef það er á nýjum sviðum. Nú lief ég bent á það, sem við getum gert sem einstaklingar. Engu síður er það margt, sem við getum gert í samvinnu sem sérstakt þjóðarbrot. Hér er aðeins hægt að stikla á aðalatriðunum- Við eigum að styðja allt, sem hjálpar til að viðhalda tungunni og öllu verðmætu í íslenzku arfleifðinni, og má þar nefna viku-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.