Eimreiðin - 01.10.1947, Síða 26
250
VESTUR-ÍSLENZK MENNING
EIMREIÐIN
ekki. Að vísu hafa þeir lagt fram sinn skerf, en ekki meir. Ef
einhver er í efa um þetta, þá þarf hann ekki annað en nota tæki-
færið, þegar hann er á ferð, og tala við óþekktan samferðamann,
sem situr við hlið hans. Samtalinu er svo snúið að Islendingum,
og ef þessi ókunni maður fer að liæla þeim, þá þarf aðeins að
spyrja á hverju álit hans sé byggt og livaða Islendinga hann þekki.
Það er ekki nema stundum, sem embættis- og fræðimenn eru
nefndir; oft eru það bændur, verzlunar- og verkamenn — með
öðrum orðum: alþýðumenn upp og niður. 1 þessum svörum er
lexía, sem ekki má gleymast. tJr því við öll eigum þátt í þessum
orðstír, þá liggur skylda á herðum allra um að eiga hann skilið,
og eigum við, í smáu sem stóru, að leggja fram liið bezta, sem
við höfum til brunns að bera. Hver einasti Vestur-lslendingur
getur bætt við eða skemmt fyrir.
Það er ein sérstök lilið á þessari skyldu okkar, sem allir ættu
að hafa í huga.
Oft er það sagt, að minnsta kosti okkar megin við landamæra-
línuna, að menn af engilsaxneskum og frönskum ættstofni hafi
forgöngurétt, og að aðrir séu látnir sitja á hakanum. Þetta er ekki
alveg satt. Greinarmunurinn er heldur þessi: Þegar um eitthvert
starf er að ræða eða stöðu, og sá, sem býður sig fram, er úr þess-
um tilnefndu þjóðflokkum, þá er gengið út frá því sem vísu, að
hann geti gert verkið eða fyllt stöðuna; en ef liann er af ein*
hverjum öðrum þjóðstofni, þá er það álitið efamál; hann þarf
að sanna það í verkinu. Þessi efi er auðskilinn, og má ekki dæma
hann of hörðum dómum. Ef íslenzka þjóðin hefði um aldirnar
afkastað eins miklu og hin brezka, þá munduin við að líkindum
líta á hlutina sömu augum og þeir og álíta okkur sjálfa dálítið
hæfari en aðra í ábyrgðarmiklar stöður.
En einmitt vegna þess, að maður verður var við þenna greinar-
mun, er það svo afar áríðandi að við gerum okkar bezta í öllu
starfi, sérstaklega ef það er á nýjum sviðum.
Nú lief ég bent á það, sem við getum gert sem einstaklingar.
Engu síður er það margt, sem við getum gert í samvinnu sem
sérstakt þjóðarbrot. Hér er aðeins hægt að stikla á aðalatriðunum-
Við eigum að styðja allt, sem hjálpar til að viðhalda tungunni
og öllu verðmætu í íslenzku arfleifðinni, og má þar nefna viku-