Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1947, Page 27

Eimreiðin - 01.10.1947, Page 27
eimreiðin VESTUR-ÍSLENZK MENNING 251 blöðin, kirkjurnar og laugardags- eða kveldskólana í íslenzku. 1 öllu þessu er nú meira og minna starfað, og á að halda því verki áfram. Cr því allt virðist benda á, að tungan sé að falla niður sem hversdagsmál á íslenzkum heimilum, er það orðið nauðsynlegra en nokkru sinni áður að stofna kennaraembætti í íslenzkum fræðum við háskóla, þar sem Islendingar eru mannmargir. Þetta hefur verið mikið rætt, og er vonandi, að bráðlega verði hægt að koma einhverju í framkvæmd í þessu mikilvæga máli. Af því fullkomin samvinna getur ekki átt sér stað nema hægt 8e að ná til allra, dugar ekki lengur að halda sig við það, sem er alíslenzkt. Við verðum að færa út kvíarnar. Það er nauðsyn- ^egt að ná til yngri kynslóðanna, en til þess verður að nota ensk- því margt af þessu fólki kann sama sem ekkert í íslenzku. 1 því augnamiði var tímaritinu „The Icelandic Canadian“ hleypt af stokkunum, og eiga 8voleiðis rit það skilið, að almenningur 8tyrki þau. Á þann hátt er hægt að halda hópinn og liafa sam- vmnu með þeim, sem eru að hverfa inn í þjóðfélögin hér, en þykir samt vænt um íslenzka ættstofninn, jafnvel þótt ekki sé nema í aðra ætt eða minna. Einnig þarf að mynda félagsskap víða, svipaðan „The Ice- ^andic Canadian Club“ í Winnipeg. Sama markmiði mætti ef vill ná með því að breyta fyrirkomulaginu í deildum Þjóð- tæknisfélagsins á þann hátt, að það mætti nota ensku jafnt sem tslenzku, og er það, ef til vill, gert sumstaðar. Ennþá lengra þarf að fara, ef vestur-íslenzk menning á að aldast við til lengdar. Það er nauðsynlegt að auka samgöngur Austur og Vestur-lslendinga. Þær 6amgöngur eiga að vera tvenns konar — í virkileikanum, þar sem hópar manna og ein- 8taklingar ferðast yfir hafið í báðar áttir, og svo á andlegan liátt, ^ritum og bréfaskriftum. „The Icelandic Canadian“ liefur þessa ugmynd á dagskrá og er byrjað á því starfi. Tvær greinar hafa út, önnur í því tímariti, eftir séra Friðrik Hallgrímsson, 11 |IU1 Eom út í Lesbók Morgunblaðsins, rituð af liöfundi þessarar Sreinar. Ef þessar samgöngur heppnast, hlýtur það að verða til þess, að enzka þjóðin kynnist yngri kynslóðunum liér, og þær kynnast

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.