Eimreiðin - 01.10.1947, Side 30
254
BLAÐI FLETT
EIMREIÐIN
þessu lengur eftir. Hún þekkir ekki manninn, sem hún hefur búið
með í sjö löng ár.
— Yfir hverju ertu að kvarta? Þú hefur allt til alls, átt fallegt
heimili, efnilegt barn og getur gert það, sem þér sýnist.
Hann strýkur um hárið á henni með sömu hlutlausu snerting-
unni og hann flettir blöðunum í hókinni sinni.
— Væri ekki réttara fyrir okkur að skilja samvistum? Þetta
er ekkert líf.
— Hvað áttu við?
Undrun og spurn er í augnaráðinu.
— Skilja samvistir? Þú ættir að tala við lækni, Gerður, og fá
eitthvert taugastyrkjandi meðal.
Nei, hún þekkir ekki þennan mann. En hún þekkir annan
mann, sem bíður eftir henni, albúinn að opna henni leið til lífs-
ins. Hvers vegna hefur hún hikað svo lengi? Gerður gengur þvert
yfir gólfið og opnar dyr inn í næsta herbergi.
Lítið, hvítt rúm, skápur, borð, stóll og gömul leikföng í einu
horninu.
Ekki að gráta. Hún vill vera ung og falleg í kvöld.
Þetta verður allt flutt í burtu í gamalt hús í hinum enda
bæjarins. Gerður tekur slitur af óhreinni brúðu og kreistir það
í hendinni, og tárin þrýsta fastar að.
Hún gengur aftur inn í svefnherbergið og týnir saman skart-
gripi og annað smádót í litla ferðatösku. Svo fer hún í nýjan,
grænan kjól með bleikrauðu belti, greiðir fallega liðað, Ijóst hárið
og málar varimar.
Hún ber ferðatöskurnar fram í anddyrið. Þá getur hún beðið
eftir bílnum á meðan þær eru sóttar. Hún rennir enn einu sinm
augunum yfir þessar ríkmannlegu stofur og finnur, að hún muni
ekki sakna neins.
Klukkan er sex. Þá er Leifur áreiðanlega heima og vonast eftir
henni. Hún hefur ekki séð hann í marga daga, og hann veit ekki
neitt um, að í kvöld kemur hún alkomin. Hún ætlar ekki að
segja honum það undir eins, heldur þykjast verða að flýta ser
eins og alltaf áður. Hún ætlar jafnvel að kveðja hann, til þesS
að fögnuðurinn verði enn meiri, svo mikill, að hún gleymi her-
bergi með litlu, hvítu rúmi og gömlum leikföngum.