Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1947, Page 32

Eimreiðin - 01.10.1947, Page 32
256 BLAÐI FLETT EIMREIÐIN — Ætlaðirðu að fara án þess að kveðja mig? segir hún og liorfir á eftir orðunum. — Hvernig getur þér dottið þetta í hug, Gerður? Nú tekur hann hana í fangið, og þá hvíslar hún því að honum, og allt verður gott aftur. En hún trúir ekki á það. Hver mínúta, sem líður, hleðst upp á milli þeirra. Það er ekki af stórlæti, að liún situr kyrr og segir ekki neitt. Hún gæti fallið á kné og grát- beðið fyrir lífi sínu og hamingju. En hún veit, að það þýðir ekki að biðja um það, sem ekki er til. — Er þá nokkuð eftir annað en kveðjast, Leifur? Hann leggur liandlegginn yfir um herðarnar á henni. — Ég veit, að þú skilur mig, Gerður, eins og alltaf áður, og þú ert svo sterk. — Vertu sæll, Leifur. — Við verðum alltaf vinir, Gerður, og ekkert getur máð minn- inguna um okkar yndislegu samverustundir. — Vertu sæll, Leifur. Hann þrýstir henni að sér, og brot úr augnabliki hverfur hún sjálfri sér. — Þú ert náföl, Gerður. Viltu ekki hvíla þig lengur? — Mér batnar, þegar ég kem út. Leifur leiðir hana til dyranna og lokar á eftir henni. Hún hallar sér upp að dyrastafnum og heyrir, að hann byrjar að spila. Hún þekkir ekki lagið, en það fylgir lienni alla leið heim. Hún mætir mörgu fólki, sem flýtir sér, hlær og talar saman. Allt er í raun og veru óbreytt, göturnar, húsin, garðarnir og liaust- blár himinninn. En hún sér það á annan hátt en áður, af því að nú stendur hún fyrir utan þetta allt saman, en er ekki lengur hluti af því. Hún fylgist með sjálfri sér þessa margförnu leiS og horfir á sig opna húsið og bera ferðatöskumar inn í svefn- lierbergið. Er nokkuð fleira, sem liún þarf að gera? Gerður stendur við rúmið sitt og strýkur höndinni um brennheitt ennið. Það er eitthvað fleira, en hún getur ekki munað, hvað það er. Hún hallar sér út af og lokar augunum. Á morgun hlýtur hún að átta sig, og einlivern tíma seinna getur hún kannske grátið. Það skyggir meir og meir og verður aldimmt. Gerður liggur hreyfingarlaus, utan við allt tímaskyn, og að lokum lieyrir hún, að hann kemur.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.