Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1947, Síða 38

Eimreiðin - 01.10.1947, Síða 38
262 GIRNDARAUGA Á SVALBARÐA EIMREIÐIN ar. Vetrarnóttin við Isafjörð er 112 sólarhringa löng, en samfelld sumarsól á lofti í 127 sólarhringa. En Spitzbergen er gamalt land og geymir í skauti sínu leifar af hitagróðri, þar sem kolin eru. Þarna eru kolalög frá ýmsum tínnun, en einkum liafa þau verið könnuð á svæðinu milli aðal- fjarða vesturstrandarinnar, Isafjarðar og Bell-sunds. Elztu lögin eru frá upphafi kolatímabilsins, en þau næstu frá krítartíma- bilinu miðju. En efstu lögin eru frá tertiera-tímanum, 2—5 tals- ins, og það eru þessi lög, sem námugröfturinn byggist á. Talið er að sum þeirra nái yfir Vestur-Spitzbergen þvera, alls um 7000 ferkm. svæði og 1% metra þykkt að meðaltali. Kol þessi þykja fullgóð skipakol og hafa um 7500 hitaeininga brennslumagn. —■ Það eru þessi kol, sem undanfarna áratugi liafa gert Spitzbergen eftirsóknarverða, enda var kolaútflutningurinn þaðan orðinn nær 500.000 smálestir um það leyti, sem Norðmenn tóku að sér stjórn Svalbarða, 1925. En. áður voru það önnur gæði, sem gerðu Spitzbergen að keppi' kefli margra þjóða. Það var sjávaraflinn, en þó ekki fiskur, lieldur hyalur, selur og rostungur. Noregskonungar höfðu þegar á miðöldum lýst yfir eignarétti sínum á öllum eyjum í Norðurliöfum, m. a. Svalbarða liinum forna, sem enginn vissi hvar var. Eftir að Willem Barents liafði fundið — eða endurfundið — landið, fóru bæði Englendingar, Hollendingar og Norðmenn að gera þangað út skip til veiða. Sumir guldu Noregskonungi skatt í fyrstu, en smám saman lirak- aði veiðinni svo, að ekkert var af útgerðinni að liafa, og skatt- gjaldið lagðist niður. Þessar veiðar liéldu áfram kringum Spitz' bergen og Bjarnarey fram á byrjun 18. aldar, og auk áðurnefndra þjóða, tóku Frakkar, Spánverjar og Svíar nokkurn þátt í þeim- Oft sló í rimmu milli veiðimannanna, og samningar voru gerðir um réttindi livers og eins, þar sem eignarréttur Noregs á Sval* liarða er að vísu ekki véfengdur, en lieldur ekki viðurkenndur. Rúiisar koma til sögunnar snemma á 18. öld. Ekki þó sem lival- veiðimenn, lieldur sem loðdýraveiðimenn. Þeir kunnu vel til þeirr- ar veiði frá Norður-Rússlandi, og nú komust þeir að raun um, að á Spitzbergen var gnótt af hvítabirni, bláref og hvítref, og hrein- dýr til matar. Höfðu rússnesku veiðimennirnir oft vetursetu a Spitzbergen. Þegar kom fram á 19. öldina, tók fyrir þessa útgerð
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.