Eimreiðin - 01.10.1947, Síða 43
filMREIÐIN
GIRNDARAUGA Á SVALBARÐA
267
ár, og svaraði reksturinn illa kostnaði, svo að öll félögin hættu
rekstri nema „Store Norske“. Á Bjarnarey var hætt við kolanámið
1925, en „Store Norske“ keypti Sveagruven 1934. Rússar höfðu
enn ekki byrjað námugröft á ný, þegar Norðmenn tóku við Sval-
harða, en 1931 keypti ríkið enska hlutaféð í „Anglo-Russian ‘ og
hyrjaði námugröft aftur í Grumant, og keypti ári síðar hollenzku
námurnar í Barentsburg. Árið 1934 var reksturinn kominn í það
borf, að þeir gátu afskipað 168.000 smálestum, og 1937 var út-
flutningurinn 415 þús. smálestir — og liefur orðið það mestur.
I rússnesku námuþorpunum Grumant og Barentsburg voru um
1600 íbúar 1939, en í þeim norsku um 800, flestir í Longyearbæ.
Norska framleiðslan var um 270,000 smálestir árlega síðustu árin
fyrir stríðið.
SVALBARÐI OG STYRJÖLDIN.
Þrátt fyrir innrásina í Noreg, hélt námugröfturinn á Spitzbergen
áfram sumarið 1940, en Þjóðverjar sendu þangað 3 menn til eftir-
bts. Bretar létu þetta gott heita um sinn, en eftir að Þjóðverjar
höfðu ráðist á Rússa, var farið að óttast um, að Svalbarðakolin
yrðu notuð handa þýzku skipunum, sem höfðu bækistöð í Norður-
Aoregi, og eins mátti búast við því, að Þjóðverjar gerðu sér
Hugstöð á Spitzbergen eða Bjarnarey, til þess að granda skipa-
leatunum til Murmansk. 1 ágúst 1941 sóttu ensk skip allt norska
fólkið á Spitzbergen og flutti það til Skotlands og sumt til Islands.
Hússar fluttu líka fólkið heim úr sínum námuþorpum, svo að
^pitzbergen varð mannlaus. Náinurnar voru gerðar ónothæfar.
um haustið sendu Þjóðverjar flokk manna til Spitzbergen
hl að annast veðurfregnir þaðan, og settist liann að í Longyearbæ.
Vorið 1942 voru norskir hermenn sendir norður, og skipuðu þeir
8ér á þrjá staði: Barentsburg, Longyearbæ og Sveagruvan, en
hjóðverjar hypjuðu sig burt skömmu síðar, nema fáeinir menn
me3 loftskeytatæki voru skildir eftir liér og hvar, og var það
aðalviðfangsefni Norðmanna að eyðileggja stöðvar þeirra. Þjóð-
Verjar undu þessu illa og sendu flotadeild, með herskipið „Tirp-
ltz“ 1 fararbroddi, til Spitzbergen til að uppræta norsku her-
'leildina, sem var um 150 manns. Þriðjungur Norðmannanna féll
e*la var fangelsaður, en liinir komust undan til fjalla. Þýzki flot-