Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1947, Side 57

Eimreiðin - 01.10.1947, Side 57
eimreiðin Richard Bec k : TVÖ LJÓÐ. STJÖRNUHRAP. Stjörnur hrapa — hrökkva neistar hratt af afli sólnageima; leifturbjartar logaelfur loftsins heida vegu streyma, út í bládjúp himinheima. Hjartaö brestur — hnígur maSur sem hrapi stjarna á vetrarkveldi. Blik í Ijóssins vífia veldi vor er œvidagur hraöur, — geislabrot af gúödómseldi. HAU STRADDIR. / lauffalli, liljum bleikum, les ég sumarsins dóm, og svalvindur sorgarljó'Sin syngur grátþungum róm. í hjarta mér hrekkur strengur, er haúöriS jarfiar sín blóm. En halli ég hlust að moldu, hljómþýtt ómar mér lag, í hjartslœtti fræja, er foldin faSmar ásthlýjum brag, sem dreymandi vita, að voriS þau vekur einn fagran dag.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.