Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1947, Side 73

Eimreiðin - 01.10.1947, Side 73
eimreiðin Salazar. ■— Stjórnandi Portúgals. — Erlend blöð og útvörp hafa flutt fregnir um liðs- foringjasamsæri gegn A. de Oliveira Salazar, stjórnanda Portúgals. Slík smásamsæri hafa komið upp fjögur síðustu árin, og alltaf á þeim tíma, þeg- ar Salazar var fjarverandi í sumarleyfi, en alltaf ver- ið bæld niður. Nú síðast er sagt, að lögreglan liafi verið viðbuin og handtek- ið forsprakkana. — Ann- ars hefur svo verið sagt, að Salazar hafi notið ó- venjulegs trausts, og liafi liann lengst af ekki þurft á því að halda að nota öeitt lík kúgunarmeðul og einræðisherrar. Enda brauzt hann ekki til valda eins og flestir þeirra Jiafa gert, lieldur tók völdin 8amkvæmt áskorun eða umboði, til þess að bjarga þjóðinni úr yanda. Þó eru nú farnar að heyrast raddir um, að svona langt umboð eins og Salazar hefur tekið sér, gefi engin þjóð af frjáls- Um vilja, og kann að vera nokkuð hæft í því. Salazar hefur aftur á móti sagt, að liann telji sér skylt að láta ekki af völdum fyrr eu hann hafi náð sjötugsaldri. Segir hann landa sína ennþá sýna °f mikla hneigð til ofbeldis og yfirráða til þess að þeim sé treyst- andi til að halda demókratíska stjórnarskrá í lieiðri, þótt þeim vseri gefin hún. Portúgalar séu því miður ekki enn sjálfstæð þjóð. Til þess að vera það, verði þeir að finna sig sem eina heild og; A. de Oliveira Salazar.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.