Eimreiðin - 01.10.1947, Side 81
eimreiðin
305
SÝN
var sá hlekkur, sem tengdi okk-
ur saman. En nú eftir að þessi
hlekkur var rofinn vegna blindu
minnar, leitaði allt í mér á fund
hans. Brúin var horfin og í
staðinn komið óyfirstíganlegt
hyldýpi. Þegar hann hvarf frá
hlið mér, gein þetta hyldýpi
við. Fyrir mig var ekki annað
að gera en að bíða eftir því, að
hann kæmi aftur til mín frá
ströndinni handan við djúpið
mikla.
En svona áköf þrá og ósjálf-
hjarga hjálparþörf veit aldrei
á neitt gott. Konan er oftast tal-
ln manninum til byrði, enda
þútt heilbrigð sé, en þegar þar
v'ð bætist sú þraut að vera
hlind, gerir konan honum lífið
úbærilegt. Þannig hugsaði ég
°ft og hét því með sjálfri mér
að bera mína byrði ein og forða
í,Vli að myrkrið, sem umlukti
^1?! næði að sveipast um hann
einnig.
tókst á ótrúlega skömm-
Uni tíma að komast upp á að
V'nna öll mín störf sem áður,
*^eð því að beita til þess til-
inningu minni, heyrn og ilm-
skynjan. Ég varð meira að segja
næmari á tnnhverfið en ég hafði
nokkurn tíma verið áður. Sjón-
in getur oft truflað okkur í
stað þess að hjálpa. Og eftir
að hún liafði brugðizt mér með
öllu, öðluðust önnur skilning-
arvit mín aukinn styrk til að
inna af hendi dagleg störf til
hlítar, í kyrrð og ró.
Eftir að ég hafði hlotið nægi-
lega reynslu, af stöðugri æfingu,
leyfði ég ekki manninum mín-
um lengur að vinna neitt af
mínum heimilisstörfum. Hann
kvartaði í fyrstu yfir því að
mega ekki lengur vinna yfir-
bótarverk sitt.
En ég tók ekki þær kvart-
anir til greina. Enda fann ég
fljótt, hvað sem hann sagði um
þetta, að honum létti mjög und-
ir niðri, þegar hann þurfti ekki
lengur að sinna skyldustörfun-
um á heimili okkar. Það getur
aldrei fullnægt neinum karl-
manni til lengdar í lífinu, að
stjana á hverjum degi við blind-
an sjúkling, enda þótt sjúkl-
ingurinn sé konan hans.
(Framh.).
20