Eimreiðin - 01.10.1952, Page 70
286
MÁTTUR MANNSANDANS
eimreiðin
grautslegur, lifir samt í endurminningunni eins og nokkurn veg-
inn heilleg saga, þegar maður vaknar.
4. Draum-gagnrýnd. Þetta fyrirbrigði gerist rétt í því að
maður vaknar. Draummyndin er gagnrýnd og endurskoðuð í
svefnrofunum og færð til réttara samræmis við þá þekkingu
og reynslu, sem dreymandinn býr yfir í vöku. Með þessu móti
verður oft sjálfur draumurinn ennþá meira dulinn og falinn
undir þeim hjúp, sem endurskoðandinn fellir á hann um leið
og hann er að vakna.
Hið Ijósa innihald draums, er það, sem eftir er af honuni
rétt eftir að dreymandinn er vaknaður. Hið leynda innihald
draums er hið sama efni hans, áður en búið er að færa það úr
lagi, skekkja það og skálda í eyður þess, eða með öðrum orðurru
Hið leynda innihald draums eru þær óskir djúpvitundar dreyni-
andans, sem koma af stað draumnum og aðeins verða leiddar
fram í dagsljósið með rannsókn og dáleiðslu. Rannsóknin leiðn'
í ljós, að draumlífið styðst við ákveðin tákn. Freud taldi, a*')
þessi tákn hefði kynferðislega merkingu. Mín skoðun er, að svo
þurfi alls ekki að vera, og styðst ég þar við þá reynslu, sem da-
leiðslan veitir. Þýðing kynferðislegu merkingarinnar í drauni-
lífinu hefur verið ofmetin langsamlega umfram það, sem rétt er.
Draumtáknin eru margvisleg og algild, koma fyrir jöfnum
höndum í draumum fáfróðra og villimanna sem í draumum
hálærðra heimspekinga. Þau eru einkenni frumstæðs hugar, hafa
verið notuð í þjóðsögum, munnmælum og listum allra þjóða, a
öllum öldum og um allan heim. 1 draumi eru foreldrar dreym-
andans kóngur og drottning í ríki sínu og kóngssonurinn 1
draumnum er dreymandinn sjálfur.
Hugarföndur draumlífsins er í tvennu tilliti ólíkt hugsUU
vakandi manns. I fyrsta lagi eru draumarnir tákn, en ekki orð,
en um táknin má segja, að þau séu frumstæðari og jafnfranlt
frumlegri tæki hugsunar en orðin. f öðru lagi er ekki um nema
skilyrðisbundna hugsun að ræða í draumi. Þar koma ekki fH11
nein „ef“ eða „en“, engin „annaðhvort — eða“ hugsanasamböu »
ekki einu sinni neinar góðar eða illar hugmyndir, heldur er
draumhugurinn órökrænn, sundurlaus í hugsun og tekur a
konar örskjótum hreytingum. Dreymandinn er ekki gagnrýu
inn, ekki uppnæmur fyrir neinu, hversu fjarstæðukennt sem