Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1952, Side 74

Eimreiðin - 01.10.1952, Side 74
LEIKLISTIN Júnó og páfuglinn. Rekkjan. Þjóðleikhúsið okkar hefur á þessu hausti tekið til sýningar tvö erlend leikrit, bæði mjög sæmileg frá höfundanna hendi. Það fyrra, Júnó og páfuglinn, eftir írska skáldið Sean O’Cas- ey, er harmleikur í þremur þátt- um, þýddur af Lárusi Sigur- björnssyni. Hið síðara, Rekkj- an, eftir hollenzka skáldið Jan de Hartog, er hjúskaparsaga í sex atriðum, og hefur Tómas Guðmundsson þýtt. Þótt Júnó og páfuglinn sé harmleikur, er sú harmsaga, sem þar er sýnd, blandin ósvikn- um írskum húmor. Efnið er tví- þætt: annars vegar einkalíf f jölskyldu í Dýflinni, hins vegar slær sjálfstæðisbarátta írsku þjóðarinnar sinn sorgaróð, ymj- andi þungum niði á bak við at- burðarásina í einkalífi persón- anna. Leikur þeirra Vals Gísla- sonar og Arndísar Björnsdóttur í hlutverki Jacks Boyle, pá- fuglsins í leiknum, og konu hans, Júnó Boyle, var sannur og sterkur, einkum í síðari hluta leiksins, og af öðrum leikend- um ber sérstaklega að geta Baldvins Halldórssonar, í hlut- verki sonarins, Jonna, og Emilíu Jónasdóttur, í hlutverki sorg- mæddrar móður. Þá naut Gest- ur Pálsson sín vel í hlutverki hins hræsnisfulla uppskafnings Charlie Bentham, barnakennara, og yfirleitt leystu flestir hinna leikendanna hlutverk sín vel af hendi, þó hér sé ekki rúm til að geta hvers einstaks, enda hlut- verk þeirra sumra hvorki stór né tilþrifamikil. Þjóðleikhúsið mun nú hafa á föstum launum nokkurn hóp leikara, og virðist nokkur vafi á, hvort það fyrirkomulag geti haldist til lengdar, einkum þeg- ar öðru hvoru er verið að fá er- lenda leikara til að sýna á þvi sama sviði, þar sem hinir föstu leikarar vorir eiga að vera aðal- máttarstólparnir. Standa þeir við þessar heimsóknir meira og minna aðgerðarlausir uppi, eðli- lega á sínum fullu launum, og má geta nærri, hvernig fjár- hagsútkoman verður af slíkum rekstri. Hvers vegna má ekki reka Þjóðleikhúsið með leikur- um, sem fá laun fyrir þau hlut- verk, sem þeir leika, en engin föst, eins og svo mörg leikhus

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.