Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1954, Blaðsíða 12

Eimreiðin - 01.07.1954, Blaðsíða 12
164 VIÐ ÞJÖÐVEGINN EIMBEIÐIN Noregs og heiðri. Hún var um skeið fréttaritari í London fyrir norsk blöð, og þar kynntist sá, er þetta ritar, starfi hennar og henni sjálfri fyrir meira en aldarfjórðungi. Hún lét mjög til sín taka sjálfstæðisbaráttu íslendinga og stóð heil og óskipt með málstað vorum. Hún virtist ein af þessum fágætu sálum, sem aldrei hvika frá þeim málstað, sem þær vita sannastan, enda þótt ekki sé ætíð vinsæll. Svo virðist sem enn sé hún óhrædd við að taka sjálfstæða afstöðu til málanna, hvort sem öðrum líkar betur eða ver, — þótt ekki sé vitað, hver áhrif tiItektir hennar í sumar hafi haft á landa hennar á þingi Norðurlanda- ráðsins. Um gagnið af þátttöku íslendinga í Norðurlandaráðinu, einkum í sambandi við ýmiss konar félagsmálalöggjöf, hefur nokkuð verið ritað. Má um það deila, hvort það gagn er nokkuð eða ekkert. Eina tillögu fluttu íslenzku fulltrúarnir á þingi Prófraun ís- ráðsins í sumar, um að leita þar styrks með lands í Norð- málstað vorum í deilunni út af hinum nýju fisk- urlandaráði veiðitakmörkum hér við land. Lét forsætisráð- herra íslands, sem staddur var á mótinu, falla þar orð á þá leið, að undirtektir að íslenzku tillögunni gætu orðið oss nokkur leiðarvísir um það, hvort ísland ætti nokkurt erindi í ráðið, eða ætti þar heima, eða ekki. Mátti því líta á tillöguna sem nokkurs konar prófraun um það, hvers styrks væri að vænta af þjóðasamtökum þessum fyrir íslenzkan málstað nú — og fram- vegis. Svo loðna samúðaryfirlýsingu með íslenzka málstaðnum samþykkti þingið í málinu, að sumir hafa lagt hana út sem hreina frávísun, svo sem brezka blaðið „The Fishing News“. Forsætis- ráðherra íslands taldi þó prófraunina hafa tekizt sæmilega —' eftir atvikum. Hitt var jafnframt staðfest með yfirlýsingunni» sem íslendingar vissu áður, að málið heyrði hvorki undir EvrópU" ráðið né Norðurlandaráðið. Hefði og tæpast komið til þess, aS málinu hefði verið hreyft í þessum ráðum, nema af því að vér höfum verið þar aðilar. Annars halda skrifin um fiskveiðitakmörkin íslenzku og lönd- unarbannið brezka áfram af miklu fjöri í brezkum blöðum, Þ° að ekkert raunverulegt virðist gerast, er geri út um sjálfa lausn málsins. Ýmis annarleg sjónarmið eru tekin að blandast inn 1 málið, sum stórpólitísks eðlis, og getur sú ras Annarleg viðburðanna haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar. sjónarmið. Brezka blaðið „The Yorkshire Post“ birti hirm 23. júlí þ. á. grein á fremstu síðu, undir stórri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.