Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1954, Blaðsíða 56

Eimreiðin - 01.07.1954, Blaðsíða 56
208 ÓLAFUR í HVALLÁTRUM eimreibiN aldrei séð fugl spakari að manni. Gekk Ólafur um á meðal þeirra, gældi við þær og masaði og þekkti fjölda af þeim frá ári til árs. Var honum jafn annt um þær og húsdýr sín, enda máttu þær vel teljast til húsdýranna og gáfu Ólafi góðan arð. Ólafur var maður stórbrotinn um alla rausn, búhöldur mikill og glöggur og dugandi til alls fjárafla, en greiðvikni hans og örlæti virtust ekki eiga sér nein takmörk. Svo var, sem honum væri ekkert það óviðkomandi, þar sem hann gat orðið að liði- Vor eitt var mjög hart upp til dala, og frétti Ólafur, að fátækur barnamaður, er þar bjó upp af fjarðarbotni einum, væri orðinn allsnauður af heyjum. Hratt hann þá fram bát sínum, bar á nokkuð af heyi og mat og færði bónda. Skoðaði hann siðan heybirgðir bónda og bauð að því loknu að taka af honum kú af heyjunum og fóðra, það er eftir væri vetrar, og lét sem þá myndi duga. Þáði bóndi það með þökkum. Síðar um vorið, er jörð var gróin, færði Ólafur honum kúna og lét fylgja tvo eða þrjá fjórðunga smjörs. Mér þótti sagan lýsa vel skapferli Ólafs og drenglund. Síðar um sumarið var það eitt sinn, að Ólafur sat í stofu hjá mér. Spurði ég hann þá í glensi, hvort það væri satt, að hann hefði látið smjörið fylgja kúnni og gat þess, að margur myndi hafa tekið málnytuna upp í fóðrunina. Ólafur svaraði: „Heldur þú, karl minn, að hann Guðmundur hafi heldur mátt missa þessa smjörklípu en ég?“ Mér þótti gaman að svarinu, og það var Ólafi líkt. Ólafur var þjóðhagasmiður og allra manna nýtnastur uffl efni, og kom þar til gleggni hans og hagsýni. Varð honum allt nýtilegt að einhverju, eins og títt er um þrifnaðarmenn. Nu er það eitt sinn, að Ólafur kemur úr kaupstað og hefur flutt heim mikla vöru, sem hans var jafnan vandi, því að betur kunni hann við að vera birgur að hlutunum. Þegar hann hefur ráð- stafað vörunni, sem honum likar, setur hann drengi sína til þess að slá sundur vörukassa, draga nagla úr fjölunum og flokka þær eftir lengdum og þykkt. Skyldi nota þetta allt síðar við smiðar. Nú ber Ólaf þar að nokkru síðar, og stendur þá svo a, að dreng hefur farizt verkið klaufalega og hefur klofið kassafjöl- Ólafi verður mikið um og segir, að ekki sé von til þess, að hann komist nokkuð áfram, þar sem allt sé eyðilagt og „fordjarfað í höndum sér, ef auga sé litið frá. Rétt í þeim sviftnn sem
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.