Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1954, Blaðsíða 55

Eimreiðin - 01.07.1954, Blaðsíða 55
kimreiðin ÖLAFUR 1 HVALLÁTRUM 207 laust til sekta, hver sem hlut átti að máli, en greiddi þá stund- lun sjálfur sektina í tómi, ef fátæklingur átti í hlut. Hjálpsemi Ólafs, höfðingslund og hollráðum var við brugðið, enda drengskaparmaður óbrigðull í hverri raun. Enginn nauð- leitarmaður fór synjandi af fundi hans, og hver greiði var gleymdur um leið og hann var látinn af hendi. Mátti svo að °rði kveða, að hann mætti ekkert aumt vita í nánd sér. Var það ekki ótítt, er hann frétti slysfarir eða önnur vandræði, að hann ýtti báti sínum og heimsækti aðstandendur til þess að hjóða þá hjálp, er hann mætti veita. Og aldrei þurfti að efa, að stórmannlega var á tekið, þar sem Ólafur veitti liðsinni. En þó gat stundum brugðið fyrir glettni í slíkum tiltekjum hans, og virtist hún þó að jafnaði ekki liggja ofan á hjá þessum stórbrotna alvöru- og athafnamanni. Skal ein saga til þess sögð hér til gamans. Kristján hét maður, venjulega nefndur Kitti. Hann var al- kunnur fyrir betl og sníkjur, og bar sig vesældarlega að klæðum °g háttum, svo að frekar yrði honum vikið einhverju. Var volæði hans þó að kunnugra manna sögn uppgerð, því að i raun réttri kæmist hann sæmilega af. Kristján var af góðu bergi brotinn °g óheimskur, en vesalmenni. Eitt sinn sem oftar kom Kristján í Hvallátur. Svo stóð á þar, að Ólafur var að slátra kú, og þóttist Kristján sækja heldur en ekki vel að. Bað hann Ólaf að gefa sér innmatinn úr kúnni. Ölafur varð orðalaust við þeim tilmælum og léði Kitta ílát undir slátrið. Þegar báturinn, sem Kristján var með, er kominn spöl- korn frá landi, snýr hann aftur. Kristján fer á land, hleypur á fund Ólafs og segir við hann: „Hvernig er það, Ólafur minn, eiga fæturnir ekki að fylgja slátrinu?“ Ólafur svarar: „Jú, karl minn, þegar keypt er svona innan úr stórgripum, eiga fæt- Urnir alltaf að fylgja með og hausinn líka, karl minn. Farið, drengir, og náið í hausinn og lappirnar af kúnni og fáið hon- um Kitta það.“ Ólafur var, eins og áður segir, ákafamaður mikill í skapi, en nærgætinn og ástúðlegur, dýravinur og barnavinur mikill. Svo sýnt var honum um að hæna að sér dýr, að æðarkollur verptu í Hvallátrum alveg heima við bæjarhúsin, og hef ég
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.