Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1954, Blaðsíða 23

Eimreiðin - 01.07.1954, Blaðsíða 23
EIMREIÐIN ÍSLENZKAR NÚTÍMABÖKMENNTIR 175 ^já siðustu bók hans, ]iar sem mér finnst hann hafa náð mestri áýpt. Kona er nefnd GuSfinna Þorsteinsdóttir, kallar sig Erlu, Þegar hún yrkir, og hefur gefið út tvær ljóðabækur, Hélublóm 1937 og Fífuloga 1945. Hún kveður látlaust og stundum harla vel. Til dæmis er Steinunn í Vík ógleymanlegt kvæði. Sama ár og Erla gaf út Hélublóm, kvað Jón úr Vör sér hljóðs: Ég ber að dyrum, en gaf ekki miklar vonir í fyrstu. Alllöngu seinna tókst honum þó að sækja i sig veðrið. 1 Þorpinu lýsir hann Vestfirzkum æskustöðvum sínum af nærfærni. Mörg ljóð hans eru órímuð (Þorpið, Með örvalausum boga). Sum eru rímuð (Með hljöðstaf). GuSmundur Ingi Kristjánsson vakti athygli ^Ueð Sólstöfum 1938 vegna efnisvals. Yrkir hann þar um störf óóndans, húsdýr hans og nytjagróður. Tekst honum að varpa á þessi viðfangsefni sín geðþekkum bjarma og stráir ósjaldan ^nildri kímni í ljóðlínur sínar. Önnur bók hans, SólbráS 1945, er að miklu leyti tækifæriskvæði. Jón Helgason prófessor hefur aðeins gefið út eina ljóðabók, Úr landsuSri, 1939, og endurbætta síðar. En með þessari bók hefur hann tryggt sér sæti á skálda- bekk vegna nokkurra meitlaðra afbragðskvæða. í fremstu röð 'slenzkra skáldkvenna er GuSfinna frá Hömrum. Eftir hana hafa komið út tvær kvæðabækur: LjóS 1941 og Ný IjóS 1945. Hættir kvæða hennar eru nokkuð einhæfir, einkum i fyrri bókinni. Eu þau eru mjög fáguð og rík af fegurð og því sterkari og þrungnari lífsást og trega sem hún nálgast meir dauðann. Hún lézt 1946. Árið 1942 komu meðal annars út tvær athyglis- verðar ljóðabækur byrjenda: SuSur meS sjo eftir Kristin Péturs- son 0g Villta vor eftir Þorstein Valdimarsson, sú fyrrnefnda gasdd nýstárlegri dirfsku og hugkvæmni, en hin bar vitni Ijöl- þættri listamanns lund. Báðir hafa þeir Kristinn og Þorsteinn stigið feti framar á skáldbrautinni siðar, Kristinn með Sólgulli 1 skýjum 1950 og Þorsteinn, er hann gaf úr Hrafnamál 1952, þó að hvorugur hafi enn látið þær vonir rætast, sem þeii gáfu tReð fyrri bókum sínum. Ári síðar en þessi skáld kvað nýr og efiiilegur ljóðasmiður, Kristján frá Djúpalœk, sér hljóðs með óók sinni Frá nyrztu ströndum 1943. Síðan hefur hann sent frá sér fjórar aðrar ljóðabækur: Villtur vegar 1945, / þagnar- sk°g 1948, LífiS kallar 1950 og Þreyja má þorrann 1953. Er þerin því með afkastamestu ljóðskáldum þessa tímabils. Kristján
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.