Eimreiðin - 01.07.1954, Blaðsíða 58
210
ÓLAFUR 1 HVALLÁTRUM
ElMBEIÐlN
minn,“ svaraði Ólafur. Ég kvaðst vera líftryggður. Þegar hér
var komið, var ég kominn út í skektuna, og hafði Ólafur hvorki
leyft það né afdráttarlaust bannað. Við þæfum þetta um stund,
og leysi ég utan af seglinu á meðan, en þægilegur byr var út
sundið og beint lil Flateyjar. Lauk svo, að ég ýtti frá, án þess
að Ólafur hefði eiginlega heimilað mér skektuna. Var þá hey-
báturinn að renna inn á bæjarsundið. Ég sigldi nú út sundið
í léttri golu, og tók stefnu á Flatey. En Ólafur gekk til bæjar
og tók sjónauka mikinn, sem hann átti, og hafði nálega ekki
af mér augu alla leið. Frétti ég það síðar, og að hann hefði látið
heybátinn doka við og vera til taks. þangað til ég var kominn
fram hjá blindskerjum, þar sem hann taldi mér hættast. Síðar
þakkaði ég honum vel fyrir skektulánið, og hlógum við þá báðir
að. Sagði þá Ólafur við mig: „Þú getur verið andskoti þrár, karl
minn, ekki síður en ég!“ Fannst mér undir niðri Ólafur meta
það við mig, að ég lét ekki aftra mér.
Sambúð þeirra Látrahjóna var hin ákjósanlegasta, þó að ólík
væru þau að mörgu. Ólafur var hár maður vexti, breiður unr
herðar og nokkuð riðvaxinn, þykkur undir hönd, útlimasver,
ramur að afli, garplegur og mikilúðlegur. Hann var smástígur
og gekk hratt og var það ættareinkenni. Andlitið fremur breið-
leitt, ennið lágt, brúnasvipurinn mikill og ákafi í svipnum, rétt-
nefjaður, munnfríður og allt andlitið skapfellilegt, dökkjarpur
á hár og skegg og bar jafnan alskegg, eftir að ég kynntist honum,
kverkmæltur dálítið, en þó skýr í máli.
Ólína var ein þeirra kyrrlátu húsfreyja, sem vinna störf sín
af hógværð og hæglæti, en leysa þó mikið verk af hönduni-
Hún var kona vel farin í andliti, en mátti ekki kallast fríð,
ennissvipur mikill og gáfulegur, en niðurandlitið lítið. Hún var
ekki munnfríð, en sérlega brosfögur, augun hýr og stöfuðu góð-
leik og stillingu, enda munu það hafa verið sterkustu þættirnU'
í skapgerð hennar ásamt óbrigðulli skyldurækni. Hún var meðal-
há vexti, grannvaxin og herðasvipur fagur. Hún var björt yfir'
litum, hárið ljósjarpt, mikið og fór vel. Minna orð fór af rausn
hennar en bónda hennar, en hitt vissi enginn, að hún hefði
fengizt um stórmannlegar gjafir bónda síns né dregið úr þeim,
enda vafalaust gert sér ljóst, að það kom mest til Ólafs að afla
hlutanna og draga til bús. Kunnugt er mér um það, að oft