Eimreiðin - 01.07.1954, Blaðsíða 51
eimreiðin
ÓLAFUR 1 HVALLÁTRUM
203
Ölafur var nokkuð til aldurs kominn, sem hann taldi ráðlegt
að stækka, en gamli maðurinn var því mótfallinn, og kvað
bátinn vel duga. Eitt sinn sem oftar bar svo til, að lesinn var
húslestur í Sviðnum. Ólafur hvarf út undir lestrinum og kom
ekki aftur inn. Þegar út var komið að loknum lestri, hafði hann
sagað bátinn í tvennt. Var nú ekki framar um það deilt, að
báturinn skyldi stækkaður. Svipaðar þessu voru sagðar fleiri
tiltekjur hans, og þótti hann segjast mjög í ætt ömmu sinnar
°g Svefneyinga. Eftir á lét afi hans vel yfir, og jafnvel ekki
trútt um, að hann væri drjúgur yfir, er Ólafi tókst að leysa
verkefni sín skörulega af hendi.
Vorið 1892 fluttist Ólafur Bergsveinsson í Skáleyjar og kvænt-
ist þar 20. júlí sama vorið Ólínu Jóhönnu Jónsdóttur tómthúss-
manns þar, en áður hafði hann búið í Skógum í Þorskafirði.
Hún var fædd 1. október 1872. Jón, faðir hennar var fæddur
að Skriðnafelli á Barðaströnd 4. nóvember 1838, en andaðist
1 Hvallátrum hjá dóttur sinni 20. marz 1915. Hann var sonur
bórðar bónda á Skriðnafelli og síðar í Holti á Barðaströnd, Jóns-
sonar bónda í Holti, Einarssonar, Þorvaldssonar. Móðir Jóns
var Anna, fædd á Hamri á Barðaströnd 1. nóvember 1810, Jóns-
dóttir „tignors“, síðar hreppstjóra í Haga, Jónssonar, Arngrims-
sonar. Signor Jón var að mörgu mikilhæfur karl, þó að lítt væri
honum um það gefið, að menn gleymdu nafnbót hans, en sjálfur
var hann blestur í máli, svo að hann gat ekki sagt „signor“ og
Varð úr „tignor“. Jón Thoroddsen, skáld og sýslumaður, mælti
með því við stjórnina, að Jón yrði annaðhvort Dannebrogs-
maður eða Medalíumaður, og það varð hann, og kvað Jón síðan
um hann:
Signor Jón er sómamaður,
sífelldlega er hann glaður,
brennivíns ef bikar fær;
kóngur á hann krossinn hengi!
Krýni lofi gjörvallt mengi!
hreykjast mun þá karlinn kær.
Kona Jóns Þórðarsonar, en móðir Ólínu í Hvallátrum, var
Kristín Guðrún, fædd að Skálmarnessmúla 29. dezember 1844,
dóttir Daníels gullsmiðs og bónda þar, síðar í Hlíð í Þorskafirði,