Eimreiðin - 01.07.1954, Blaðsíða 10
Við þjóðveginn.
30. septembcr 1934.
Aimað þing
Norðurlanda-
ráðsins.
Sumarið 1954 hefur verið tími ferðalaga og fundahalda í enn
ríkara mæli en áður. Fjöldi ferðamanna frá útlöndum hefur sótt
landið heim og líka hafa landsmenn sjálfir ferðazt mikið, bæði
um sitt eigið land og til útlanda, ýmist í einkaerindum eða opin-
berum, svo sem á alþjóðamót og fundi ýmiss konar, fleiri og suma
furðulegri en svo, að almenningur í landinu fái fylgzt með eða
viti deili á til hlítar.
Norðurlanda-ráðið svonefnda, sem kom saman í Osló nokkra
ágústdaga ’á sumrinu, hafði á dagskrá sinni 35 mál, enda voru
þingstörfin „mikil og erfið“, að sögn eins þeirra blaða vorra, sem
getið hafa þings þessa. En þar voru mættir af
íslands hálfu 5 fulltrúar af 53, sem sæti eiga
þar, auk þess tveir íslenzkir ráðherrar af 24
ráðherrum frá öllum Norðurlöndunum. Virðist
þetta því hafa verið hin virðulegasta samkunda,
að vísu ráðgefandi aðeins enn sem komið er, enda er ráðið ungt
að aldri, þar sem þetta er í annað sinn sem þing þess kemur
saman, en þó líklegt til nokkurra stórræða, ef dæma má eftir
fylgi því, sem það virðist hafa hlotið meðal ýmsra „chauvinista
á Norðurlöndum.
Nú mætti að vísu ætla, að íslendingar færu með nokkurri varúð
að stjórnmálaþátttöku með ríkjum, sem þeir hafa verið háðir og
innlimaðir um nálega sjö alda skeið, þótt þeim bjóðist hún. I
slíkri varúð lýsir sér engin óverðskulduð tortryggni. Vér munum
að vísu skyldir Norðurlandabúum álíka mikið og Keltum, írum
og Skotum. En ekki mun sú orsökin til óðfýsi ýmsra um þátt-
töku í þingum Skandinava, heldur mun eima hér eftir af gamalli
minnimáttarkennd, sem að vísu smám saman er að hverfa ur
fari voru, enda getum vér vart í því sambandi fallizt á ummæ1'
Árna heitins Pálssonar, prófessors, um þátttöku vora í norrænm
samvinnu, sem sögð eru á þá leið, að einkennilegir væru íslendingar>
að vilja endilega vera að nudda sér upp við einu þjóðirnar, sem