Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1954, Blaðsíða 38

Eimreiðin - 01.07.1954, Blaðsíða 38
190 SLAGHARPAN eimreiðin sinn ætlaðir að láta leika. Lögin voru um tuttugu, er gefin voru út eftir þig, en höfðu aldrei verið leikin.“ ,,Ég hef fleygt þeim í ruslakistuna." „Svo þú hefur gert það? En manstu ekki, hvað þér var hrósað fyrir þau? Manstu ekki, hvað menn höfðu mikla trú á þér. Og samt hefurðu fleygt öllu frá þér?“ ,,Já, vinur minn. Ég leik aðeins lög, en sem ekki.“ ,,En hvers vegna, Serval, hvers vegna gerirðu það?“ „Það er löng saga að segja frá því og ekki sérlega skemmti- leg. Ég vildi því heldur, að þú segðir mér fyrst, hvað drifið hefur á daga þína.“ fvar bar okkur kaffið inn í setustofuna við hliðina á borð- salnum. Flao leiddi mig þangað inn. Hann var alltaf vanur að leiða mig. Stór slagharpa stóð fyrir gafli herbergisins, en veggir þess voru klæddir þungum hvítum silkitjöldum. Þau mynduðu áhrifaríkan bakgrunn við slaghörpuna, sem blasti við í allri sinni nekt undir ljósflóði loftlampanna. I þessari miklu birtu bar svarta slaghörpuna einkennilega áberandi við skínandi hvít silkitjöldin að baki. „Þetta er mjög fallegt, Flao.“ „Finnst þér það? Ég er aldrei neitt sérlega hrifinn af slaghörpunni þarna. f þessu litaumhverfi hefur hún alltaf verkað dapurlega á mig, já, nánast eins og líkkista, svona þér að segja.“ Ég varð hissa, en sagði ekkert. Hann bauð mér koníak, en ég neitaði. Fiðlan er strangur tyftunarmeistari. Allt, sem mig vanhagaði um, var að fá að vita, hvað hafði komið fyrir Flao, frá því að við skildum og þar til við hittumst hér aftur á svo furðulegan hátt — í hans eigin húsi — og konu hans. Þetta sagði ég honum, og hann bætti við hlæjandi: „Já, og í húsi sonar míns! Við erum sem sé þrjú núna. Já, Serval, þetta er furðulegt. Þú manst, hve mér hnykkti við, þegar þykkskinnungurinn þarna á spítalanum, læknirinn, eða hvað maður á að kalla hann, gaf mér sjúkdómslýsinguna á sjálf- um mér og sagði: „Jæja, góðurinn, svona er nú það, þú ert nú búinn að vera í þeim efnum, drengur minn. En það eru nógir aðrir til, sem geta getið börn!“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.