Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1954, Blaðsíða 66

Eimreiðin - 01.07.1954, Blaðsíða 66
218 ENGILLINN EIMREIBIN og blóðið var funheitt, eins og goshver suður í Krýsuvík. Við vorum pússuð saman, því að foreldrar stúlkunnar kusu fremur félausan tengdason heldur en lausaleikskróa inn í ættartöluna, sem var rakin snurðulaust til Auðuns skökuls, ættföður Bretadrottningar. Sá ljóður var á ráði stúlkunnar, að hún var rauðhærð og ofboð- lítið rangeyg. Þótti ekki kostamunur á okkur hjónabjórunum, fremur en Njáli og Bergþóru. Bú okkar blómgvaðist, — tiunda- gerð mín vakti öfund sveitunganna, og var þó hvíslað, að öll kurl mundu ei til grafar koma í þeim skriftamálum. Félagi minn frá æskuárunum gekk lika í heilagt hjónaband. Um það hafði enginn efazt, að hann gæti unnið hjörtu kvenna. Faðir hans lýsti tengdadótturinni þannig, að hún væri yndisleg. Já, það var víst um það, að hún var girnileg. Glæsilegri hjóna- efni höfðu aldrei gengið upp að altarinu í kirkjukytrunni heima í sveitinni. Það sagði aldrað fólk, sem sjaldan fór með fleipur. En svo steig hann hliðarspor. „O, tók hann framhjá, bölvað- ur?“ spyrja auðvitað þeir, sem alltaf sperra eyrun, ef þeir halda, að eigi að fara að segja hneykslissögur. Hvernig í ósköpunum getur nokkrum dottið í hug, að engillinn taki framhjá konunni sinni? Hann hætti bara við háskólanámið — eygði aðra leið til mannvirðinga og skjótfenginnar auðsöfnunar. Foreldrar hans töluðu um hann með vaxandi aðdáun. Þetta var á veUiárum síðari heimsstyrjaldar. Hann gerðist heildsali! Á næstu árum barst ávæningur um vöxt hans og viðgang í viðskiptalífi höfuðstaðarins. Það voru sannast að segja ævintýra- sögur. Hann var pottur og panna i fjölda fyrirtækja, sem öll græddu, svo að um hendur hans ófust þræðir, sem stjórnuðu starfsemi bankanna. Áhrif hans urðu að lokum svo mikil, að hann sagði jafnvel rikisstjórnarnefnunni fyrir verkum. Hann virtist vera í skollabuxum. Og karlarnir heima í einangruninni spígsporuðu rígmontnir yfir því að vera bornir og barnfæddir á sömu hundaþúfunum og þessi mektarbokki. Þannig komu og fóru dagar með sveiflum og kúvendingum- Eitt árið voru eignir Islendinga kannaðar. Þá reyndist ég brot- legur við skattalögin og hlaut verðskuldaða hegningu. Síðan var gengi islenzkrar krónu skorið niður við trog. Tengdapabbi bölv- aði hástöfum, kvað sparifé sitt hafa rýrnað að verðgildi og kallaði gengisfellinguna fjörráð við krónuna. Ég hef aldrei brotið heilann
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.