Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1954, Blaðsíða 28

Eimreiðin - 01.07.1954, Blaðsíða 28
180 ISLENZKAR Nl'JTlMABÖKMENNTIR eimreiðin þjóðlífslýsingu og hans merkilega héraðshók. Brimar við Böl- klett nefnist fyrsta skáldsaga Vilhjálms S. Vilhjálmssonar, seni út kom 1945, og er upphaf sagnabálks, er fjallar um félags- samtök og framtak í sunnlenzku þorpi. Eru sögur þessar ljós- lifandi. Jón Björnsson (yngri) hóf að rita skáldsögur á dönsku, en gaf ekki út bók á islenzku fyrr en 1946, Heiður ættarinnar. Síðan hafa birzt eftir Jón allmargar sögulegar skáldsögur, sem notið hafa almennrar hylli, enda er hann gæddur mikilli frá- sagnargleði. Meðal skáldsagna hans eru Jón Gerreksson og Val- týr á grœnni treyju, sem höfundur breytti í leikrit, er sýnt var í Þjóðleikhúsinu. Fáir höfundar síðari tíma hafa notið slíkra vinsælda fyrir sögur sínar sem Guðrún frá Lundi, er gaf út fyrsta bindi Dalalífs 1946, en síðan hvert af öðru, unz komin voru fimm bindi, enda hefur sagan að geyma skýrar persónu- og þjóðlífslýsingar, þó að máli og stíl sé áfátt. Enn kvað sér hljóðs 1936 Elías Mar. Kom þá út skáldsaga hans Eftir örstuttan leik. 1 kjölfar hennar hafa siglt fleiri sögur eftir þann höfund, og finnst þeim, er þetta ritar, Vögguvísa, nútímasaga um nætur- líf o. fl. í Reykjavík, heilsteyptust þess, er enn hefur sézt frá Elíasi. Nokkra sérstöðu meðal skáldsagna síðustu ára hafa tJt- nesjamenn eftir séra Jón Thorarensen (1949). Ber sú saga dul- magnaðan þjóðsagnablæ, enda fjallar hún um liðinn tíma. Frá sama ári og tJtnesjamenn er Haninn galar þrisvar, fyrsta skáld- saga Agnars Þórðarsonar, af allmikilli kunnáttu gerð, greinir meðal annars frá léttúð og óreglu Reykjavíkurlífsins fyrir siðasta stríð. Virðist höfundur þekkja það vel. Árið 1950 kom út eftir- tektarverð barnasaga eftir Guðmund L. Friðfinnsson, Bjössi a TréstöSum. Sameinar höfundur þar fjöruga, kjarngóða frásögn og fróðlega þjóðlífslýsingu á liðnum tíma. Frá hendi sama höf- undar kom skáldsaga fyrir fullorðna, Máttur lífs og moldar, þrem árum síðar. Ber hún nafn með rentu. Af skáldsögum nýrra höfunda eftir 1950 er mér langminnisstæðust Sagan af Sólrúnu eftir Dagbjörtu Dagsdóttur (1953). Þó að gallar séu a byggingu þeirrar sögu, eru kostirnir svo yfirgnæfandi, að megin- efni sögunnar verður ógleymanlegt sökum lífsgildis þess. Þetta yfirlit um höfunda, sem komið hafa fram á sjónarsviðið eftir 1930 og verk þeirra, verður að nægja. Mörgum hefur orðið að sleppa, annaðhvort af því, að þeim hefur ekki tekizt að leggj3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.