Eimreiðin - 01.07.1954, Blaðsíða 76
Myndirnar þrjár, sem hér birtast, eru meðal þeirra 70—80
nýrra málverka og dráttmynda eftir Jóhannes S. Kjarval, list-
málara, sem eru á málverkasýningu þeirri, sem hann efnir til
á þessu hausti í Listamannaskálanum í Reykjavík.
Þessar þrjár mjmdir gefa aðeins lítið sýnishorn eins þáttarins
í list Kjarvals, eins konar eterisk víravirki hans: dráttmyndir
af ýmsum náttúru-
fyrirbærum, svo sem
skjrjafari og skugg-
um af skýjum, eða
þá norðurljósum á
heiðum vetrar-
himni, sem taka á
sig myndir mann-
legra vera, mann-
gervast í meðförum
meistarans og öðl-
ast þá stundum uffl
leið táknrænt gildi.
Af þessari tegund
mynda er margt á
hinni nýju sýningu
listamannsins, en
hún vekur að von-
um mikla athygli,
svo sem fyrri sýn-
ingar hans, og sýn-
ir og sannar, að
Kjarval er enn í
fullu f jöri sem lista-
maður og starfs-
þrekið óbilað, þó að
hann sé nálega sjö-
tugur að árum.
Norfiurljós.