Eimreiðin - 01.07.1954, Blaðsíða 59
EI.MREIÐIN
ÖLAFUR í ITVALLÁTRUM
211
gaf hún utanheimilisfólki mat og ull til fata, og munu það
emkurn hafa verið þeir fjármunir, sem hún hafði undir hönd-
utn, en lítt mun hún hafa haldið slíku á lofti. Hins vegar var
h*lína í Látrum sparsöm kona og ákaflega nýtin. Var hún alin
UPP í fátækt og þekkti því vel af eigin raun, hvert gildi slíkt
hafði og gekk það ekki úr minni, þó að meira hefði hún fyrir
framan hendur sem húsfreyja. Hún var kona vinnusöm og af-
kastamikil við alla tóvinnu, saumakona góð, þótt lítið hefði hún
til þeirra starfa lært. En hæglát var hún jafnan og flaslaus,
°g má vera, að Ólafi hafi stundum þótt við of, því að hann
var eldhugi hinn mesti og vildi helzt, að allt gengi eins og hendi
Vferi veifað. Duldist það og engum, sem nákunnugur var, að
Ólafur taldi sig vel kvæntan, og geta má þess, að svo virtist sem
Ólafur metti og virti Jón tengdaföður sinn um fram alla menn
aðra. Það var sama á hverju gekk og hve hátt sem þaut, að
allt féll í dúnalogn, ef Jón kom til og talaði nokkur orð. Hitt
oiun svo mála sannast, að við sjálfan sig réð Ólafur ráðum
smum á heimilinu og mazt þar ekki um við aðra. Bæði voru
þau hjón vammlausir sæmdarmenn í orðum og háttum og heim-
ílið óvenju traust undir stjórn þeirra beggja. Naut það almennr-
ar virðingar um allt héraðið.
Ólafur var sæmdur verðlaunum úr sjóði Kristjáns konungs
IX. fy rir afrek sín í búnaði, og riddarakrossi Fálkaorðunnar
1927.
Þó að Ólafur Bergsveinsson væri ríklundaður maður, skjótur
úrræða og kappfullur, þá skyldi það enginn ætla, að hann hafi
verið flasfenginn ofurhugi, sem ekki sást fyrir. I manninum
újó djúp ábyrgðartilfinning og grunnmúruð festa, sem studdist
við góða greind og djúp hyggindi. Jafnvel þær tiltekjur Ólafs,
þar sem svo mátti virðast sem skap hans réði meiru en hygg-
itidi og mönnum þótti ef til vill orka tvímælis í svip, áttu sér
lengra mið en flesta varði, og harla fjærri var það Ólafi að ráðast
til þeirra hluta, þar sem hann sá ekki lausnina þegar í öndverðu.
Tek ég þar til dæmis það, er hann lógaði fé sínu nálega öllu
heldur en að þurfa að bera hatt sinn hallan fyrir verzlunar-
stjóranum í Flatey. Nú myndi margur spyrja: Hvernig var unnt
að farga mestum hluta bústofnsins, án þess að heimilið og af-
k°ma þess biðu við það nálega óbætanlegan hnekki? Tök á út-