Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1954, Blaðsíða 36

Eimreiðin - 01.07.1954, Blaðsíða 36
188 SLAGHARPAN eimreibin andi! Víst ertu lifandi! Reyndu að þrauka, þangað til ég get komið þér burt héðan.“ Ég hlýt að hafa misst meðvitundina aftur, meðan hann var að berjast við að taka mig á bak sér. Því ég mundi ekkert, unz ég vaknaði upp við það, að ég lá þversum ofan á líkama hans. Ég mun hafa hrokkið upp af dvalanum um leið og hann féll. Við lágum hjá framvarðarstöð í fremstu víglínu. Hann hafði borið mig þangað, áður en hann féll. Og nú lá hann þarna með kúlu í gegnum kviðinn. Við vorum báðir fluttir á sama spítalann, höfðum báðir sömu læknana, sömu hjúkrunarkonurnar, notuðum báðir sama kveikjarann til að kveikja í fyrsta vindlingnum, sem við fengum eftir að afturbatinn hófst. # # # „Farðu varlega. Það er bratt upp að húsinu. Ég skal opna hliðið.“ Dyralugtin lýsti okkur upp tröppurnar, og þegar ég kom inn fyrir, mætti okkur ylur og hlýja hússins, sem var búið viðhöfn og þægindum. Gamall þjónn tók á móti okkur í fordyrinu og hjálpaði okkur úr yfirhöfnunum. „Þið eruð holdvotir, herrar mínir!“ „Eins og hundar af sundi, fvar. Líttu á þennan gest, sem ég kem með heim til kvöldverðar. Kannastu nokkuð við hann? Gáðu nú vel að.“ „Já, herra, en------.“ „O — þú hlýtur að kannast við hann. Er það ekki?“ Það var auðséð á andliti gamla mannsins, að hann reyndi að koma mér fyrir sig. Hann starði á mig og sagði loks hikandi: „Er það — er það ekki yðar „tryggi vin“, herra?“ Ég greip fram í og sagði: „Bravó, fvar, þú átt kollgátuna og kannast við mig, þó að ég hafi breytzt.“ „Þér hafið ekki breytzt svo mjög, herra, þó að langt sé, síðan ég sá yður síðast, og það gleður mig mjög að sjá yður aftur.“ Svo sneri hann sér að húsbónda sínum og sagði: „Ég hafði næstum gleymt að spyrja, hvernig frúnni líður og syninum okkar litla?“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.